Ráðstefna á Akureyri um sjálfbærar lausnir í dreifðum byggðum
Ráðstefnan Akureyri Energy Seminar: Sustainable Solutions for Remote Areas fer fram í Hofi þann 6. maí nk. milli kl. 13:00 og 16:30, og eru öll áhugasöm velkomin að taka þátt, á staðnum eða í streymi.
Ráðstefnan er haldin af RECET-verkefninu, sem Eimur leiðir og SSNE er þátttakandi í, og Net Zero Islands Network sem gegnir lykiulhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar víða að koma saman til að ræða um og stuðla að orkuskiptum í dreifðum byggðum.
25.04.2025