Opið er fyrir umsóknir í Barnamenningarsjóð til kl. 15:00 4. apríl 2025.
Við vekjum athygli á gagnlegum gögnum til að styrkja umsóknir. Gögnin eru birt á heimasvæði sjóðsins, svosem matskvarði, reglur, barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og menningarstefnu. Jafnframt er gagnlegt að skoða fyrri úthlutanir.
Hlutverk og markmið sjóðsins:
Hlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Í starfi sjóðsins er m.a. horft til áherslu menningarstefnu um samstarf stofnana, skóla, félagasamtaka og einstaklinga, ásamt því markmiði að jafna aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.
Hverjir geta sótt um:
Listafólk, félagasamtök og aðrir lögaðilar er sinna barnamenningu á einhvern hátt. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru með virkri þátttöku barna og/eða fyrir börn.
Hverjar eru áherslur ársins?
Fjölbreytt verkefni og starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna. Verkefni sem stuðla að lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu eða taka mið af inntaki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hafa sérstakt vægi. Einnig er horft til verkefna sem efnt er til í samstarfi ólíkra aðila. Áhersla er lögð á samstarf tveggja aðila eða fleiri, svo sem félagasamtaka, skóla, listafólks og menningarstofnana og er hvatt til þess að samstarfsverkefni séu unnin í samstarfi ólíkra aðila.
Hvar er sótt um:
Sjá nánari upplýsingar á heimasvæði sjóðsins.
Hlutverk Rannís:
Hlutverk Rannís er að hafa umsýslu með Barnamenningarsjóði fyrir hönd stjórnvalda. Starfsfólk Rannís, Óskar Eggert og Ragnhildur Zoëga taka á móti fyrirspurnum og veita ráðgjöf. Netfang þeirra er barnamenningarsjodur(hja)rannis.is
Athugið:
Einnig er opið fyrir umsóknir í barnamenningarverkefnið List fyrir alla til 16. mars 2024 . Sjá nánari upplýsingar á vef sjóðsins