Vinnustofur Sóknaráætlunar Norðurlands eystra
Opnað hefur verið fyrir skráningu á vinnustofur í tengslum við gerð nýrrar Sóknaráætlunar fyrir Norðurland eystra. Á vinnustofunum verður safnað saman verkefnahugmyndum fyrir næsta fimm ára tímabil nýrrar Sóknaráætlunar.
Vinnustofurnar verða haldnar í öllum sveitarfélögum og fer skráning fram hér. Á vinnustofunum verður fjallað um þrjá málaflokka nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands eystra:
- Atvinnulíf - Framsækið og fjölbreytt atvinnulíf með áherslu á nýsköpun
- Blómlegar byggðir - Sterk og umburðarlynd samfélög með öflugu menningarlífi
- Umhverfismál - Leiðandi landshluti í umhverfis- og loftslagsmálum
Hvetjum öll til að mæta og taka þátt!