Fara í efni
Umsóknarfrestur: Viðskiptastyrkir Tónlistarsjóðs

Viðskiptastyrkir eru veittir úr deild þróunar og innviða og eru styrkir vegna tónlistarverkefna, svo sem tónlistarhátíða, tónleikastaða, viðskiptahugmynda í tónlist og sprotaverkefna.  Umsóknarfrestur er til kl. 15:00 föstudaginn 1. nóvember.

Þetta eru verkefnastyrkir á bilinu 500.000 kr - 3.000.000 kr sem eru veittir til verkefna sem teljast mikilvæg fyrir þróun og uppbyggingu íslensks tónlistarlífs. Markmið styrkjanna er að byggja upp starfsumhverfi tónlistarfólks, efla tónlistariðnað á Íslandi og styrkja nýliðun og fjölbreytni í tónlist. Áhersla er lögð á fyrirtæki sem þjónusta og vinna með tónlistarfólki. Sérstaklega er litið til þess að öll áætlanagerð sé vönduð.

Jafnframt er hægt að sækja um langtímasamninga í þessari deild. Upphæð langtímasamninga er frá 1.000.000 kr til 6.000.000 kr á ári í tvö eða þrjú ár. Sjá nánar hér

Úthlutunarnefnd metur út frá markmiðum og áherslum, hér má finna nánari upplýsingar um mælikvarða.
Hér má finna allar nánari upplýsingar um styrkjaflokkinn og hlekk á umsóknargáttina.
Allar fyrirspurnir varðandi tónlistarsjóð → styrkir@icelandmusic.is og svo er kannski búið að spyrja og svara hér því sama og þú ert að velta fyrir þér.
Auk þess sem leita má ráðgjafar hjá starfsfólki SSNE varðandi umsóknarskrif.

Þann 1. nóvember kl. 15:00 eru jafnframt umsóknarfrestir Tónlistarsjóðs úr eftirfarandi deildum:

Auk þess er umsóknarfrestur um ferðastyrki úr deild útflutnings 30. nóvember.

Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist samkvæmt Tónlistarlögum og reglum um Tónlistarsjóð.

Sjóðurinn skal stuðla að kynningu á íslensku tónlistarfólki og tónsköpun þeirra hér á landi sem erlendis. Tónlistarsjóður heyrir undir menningar- og viðskiptaráðuneytið og er í umsýslu Tónlistarmiðstöðvar.




 

Umsóknarfrestur: Viðskiptastyrkir Tónlistarsjóðs