Fara í efni
Umsóknarfrestur: Uppspretta

Umsóknir í Uppsprettuna

Opið er fyrir umsóknir í Uppsprettuna.

Alls eru 20 milljónir til úthlutunar úr sjóðnum að þessu sinni og verður tilkynnt um styrkhafa í febrúar næstkomandi.

Styrkhafar fá jafnframt ráðgjöf og aðstoð við að koma afurðum sínum í verslanir Haga.

Nánari upplýsingar og umsóknarform má finna hér. Athugið að umsóknarformið er fyrst og fremst til leiðbeiningar um innihald umsóknarinnar, en umsækjendum er jafnframt frjálst að nota eigin sniðmát.

Allar umsóknir skulu sendast með tölvupósti á uppsprettan@hagar.is.

Umsóknarfrestur er til 22. janúar 2025.

 

Frá hugmynd í framleiðslu

Uppsprettan er nýsköpunarsjóður á vegum Haga. Hlutverk sjóðsins er að virkja og styðja frumkvöðla til nýsköpunar og þróunar í íslenskri matvælaframleiðslu.

Sjóðurinn leggur áherslu á stuðning við frumkvöðla verkefni sem taka tillit til sjálfbærni og styðja við innlenda framleiðslu.

 

Hvaðan kemur nafnið Uppsprettan?

Uppspretta vatns, uppspretta góðra hugmynda o.s.frv. Því má segja að orðið feli í sér allt þrennt; góð hugmynd kviknar, hún er vökvuð til vaxtar og upp sprettur sproti!

 

Uppsprettan 2023

Árið 2023 bárust metfjöldi umsókna og voru valin 12 verkefni sem hlutu styrki, sjá nánar um styrkhafa hér: https://www.hagar.is/uppsprettan/styrkhafar-2023/

Umsóknarfrestur: Uppspretta