Umsóknarfrestur: Tækniþróunarsjóður - Vöxtur, Sprettur
Fyrir hverja?
Lítil og meðalstór fyrirtæki.
Til hvers?
- Vöxtur er ætlaður til að styrkja þróunarverkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar.
- Sprettur er öndvegisstyrkur innan Vaxtar.
Umsóknarfrestur: Næsti umsóknarfrestur: 15. mars 2022, kl. 15:00.
Hámarksstyrkur:
Hámarkstyrkur í Vexti getur numið allt að 50 milljónum króna á tveimur árum, þó ekki meira en 25 milljónum króna á hvoru ári.
Hámarksstyrkur í Spretti getur numið allt að 70 milljónum króna á tveimur árum, þó ekki meira en 35 milljónum króna á hvoru ári.
Mótframlag: Gerð er mismunandi krafa um mótframlag umsækjenda af heildarkostnaði við verkefnið eftir tegund verkefnis, tegund umsækjanda og stærð fyrirtækis.
Hámarks lengd verkefnis: 2 ár
Skil á umsókn: Umsóknarfrestur er til kl. 15:00 á lokadegi umsóknarfrests.
Umsókn skal skila rafrænt í umsóknarkerfi Rannís.
Sjá nánar reglur Tækniþróunarsjóðs