Fara í efni
Umsóknarfrestur: Samfélagsverkefni (Erasmus+)

Fyrir hverja?

Ungt fólk á aldrinum 18 - 30 ára. Þátttakendur verða að vera að minnsta kosti 5 talsins, með lögheimili á Íslandi og hafa skráð sig í European Solidarity Corps gáttina.

Til hvers?

Til að hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið, takast á við áskoranir innan samfélagsins, með áherslu á samstöðu þátttakenda og að hafa evrópsk borgaraleg gildi að leiðarljósi. Þátttaka í sam-félagsverkefnum er mikilvæg óformleg upplifun þar sem ungt fólk getur eflt persónulegan, náms-, félags- og borgaralegan þroska.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til kl 10:00 þann 23. febrúar nk. 

Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári, í febrúar og október. Sótt er um rafrænt á Erasmus+ og ESC torginu. Sjá nánari upplýsingar um umsóknarferlið á síðunni Leiðbeiningar fyrir umsækjendur.

Hvert er markmiðið?

Samfélagsverkefni eru frumkvæðisverkefni sem hafa það að markmiði að bæta samfélagið. Þetta eru fjölbreytt verkefni sem tengjast meðal annars því að aðstoða fólk við að aðlagast samfélaginu, auka lýðræðislega þátttöku, efla umhverfis- og náttúruvernd og fleira.

Samfélagsverkefni eru búin til, þróuð og hrint í framkvæmd á 2 til 12 mánuðum, af að minnsta kosti fimm ungmennum sem vilja gera jákvæða breytingu á nærumhverfi sínu. Ungt fólk sem vill stýra samfélagsverkefnum í heimalandi sínu þarf að skrá sig í vefgátt European Solidarity Corps.

Hver er áherslan?

Samstaða (e. solidarity) er lykilatriði Samfélagsverkefna og ætti að vera það gildi sem er unnið út frá: sýna öðrum samstöðu, aðstoða við aðlögun, koma á jákvæðum breytingum fyrir samfélagið eða ákveðna hópa samfélagsins. Að gefa af sér og gera samfélagið að betri stað.

Nánari upplýsingar er að finna hér.

Umsóknarfrestur: Samfélagsverkefni (Erasmus+)