Umsóknarfrestur: Nordplus
Nordplus er stærsta menntaáætlun Norðurlandanna og inniheldur fimm undiráætlanir á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, fullorðinsfræðslu, á háskólastigi, á sviði tungumála Norðurlandanna og svo áætlun sem vinnur þvert á skólastig. Markmið styrjkanna er að stuðla að samstarfi og gæðum í menntun á Norðurlndum og Eystrasaltslöndum. Umsóknir skulu vera í takt við almenn markmið Nordplus ásamt því að falla vel að einni undirátælun. nánari upplýsingar í handbók Nordplus.
Næsti umsóknarfrestur
um verkefnastyrk er 3. febrúar 2025. Nánar um frestinn.
Rafrænir kynningarfundir
- verða haldnir á Teams þann 26. nóvember 2024 kl. 13:00-14:00 og 9. janúar 2025 kl. 12:00-13:30
- Kynningarfundirnir eru opnir öllum en skráning nauðsynleg
- Á fundinum verða kynnt öll þau tækifæri sem Nordplus býður upp á.
- Ef þið hafið í huga að sækja um styrk eða viljið heyra meira um umsóknarferlið fyrir verkefni þá er tilvalið að taka þátt og spyrja allra þeirra spurninga sem þið hafið.
- Starfsfólk Nordplus verður á staðnum, segir frá umsóknarferlinu og gefur góð ráð varðandi verkefnin.
Meira um Nordplus:
- Nýr verkefnaflokkur í norræna tungumálahluta Nordplus
- www.nordplusonline.org
- www.nordplus.is
- handbók Nordplus
- Nánari upplýsingar veitir Eydís Inga Valsdóttir, umsjónarmaður Nordplus Norrænu tungumálaáætlunarinnar, nordplus@rannis.is