Fara í efni
Umsóknarfrestur: Minningarsjóður Svavars Péturs

Minningarsjóður Svavars Péturs var stofnaður með það að leiðarljósi að halda minningu einstaks listamanns á lofti. Svavar Pétur lést úr krabbameini 29. september árið 2022. Svavar Pétur var best þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló. Hann var fjölhæfur og framtakssamur tónlistarmaður, myndlistarmaður, hönnuður, matvælaframleiðandi, frumkvöðull og bóndi sem veitti fjölda fólks innblástur með verkum sínum og vinnu, hugmyndauðgi, kjarki og þori.

Markmið sjóðsins er að styðja við listamenn og frumkvöðla sem vinna í sama anda og Svavar Pétur.
  • Innsending umsókna fer fram á www.havari.is 
  • Tekið verður við umsóknum til 31. mars.
  • Einni milljón króna verður veitt til eins verkefnis á afmælisdegi Svavars Péturs, 26. apríl
  • Allt skapandi fólk með skemmtilegar hugmyndir hvatt til að sækja um. 

Fyrsta úthlutun fór fram 2024
Ægir Sindri Bjarnason, tónlistarmaður, hlaut fyrsta styrkinn úr Minningarsjóði Svavars Péturs Eysteinssonar; 26. apríl 2024 og fékk hann 1.000.000.- kr. í styrk.
Ægir Sindri sótti um styrk fyrir rekstur á tónleikarýminu R6013 við Ingólfsstræti sem hann hefur rekið í nokkur ár og haldið fjölmarga tónleika. Í rökstuðningi stjórnar Minningarsjóðs SPE segir: Verkefnið er frumkvöðlastarf sem er keyrt áfram af miklum drifkrafti, hugsjón og skýrri sýn. Það styður við fjölda listamanna og við grasrót tónlistarstarfs. Verkefnið er jafnframt vel afmarkað og með skýr markmið. Stjórn Minningarsjóðs Svavars Péturs Eysteinssonar styður með stolti við verkefnið þar sem það er í anda Svavars Péturs að stefna saman tónlistarfólki með tónleikahaldi sem er opið öllum tónlistarstefnum sem og kynslóðum. 

Þau sem vilja styðja við sjóðinn er bent á að millifæra á reikning: 0133-26-9936 kt. 650423-2830.

 Starfsfólk SSNE veitir ráðgjöf við mótun hugmynda, viðskiptaáætlanir og umsóknarskrif. Hægt er að mæla sér mót eða hittast á skjá, vinsamlegast sendið póst á ssne@ssne.is

Umsóknarfrestur: Minningarsjóður Svavars Péturs