Fara í efni
Umsóknarfrestur: Markaðsstyrkir Tónlistarsjóðs

Markaðsstyrkir eru veittir úr deild útflutnings og eru styrkir til að vekja athygli erlendis. Umsóknarfrestur er til kl. 15:00 föstudaginn 1. nóvember.

Þetta eru verkefnastyrkir á bilinu 500.000 kr - 2.000.000 kr sem veittir eru til verkefna sem stuðla að því að koma íslenskri tónlist á erlenda markaði og auka möguleika á velgengni utan Íslands. Styrkir eru veittir til verkefna sem eru tilbúin til útflutnings (e. export ready– sjá hér) og er sérstaklega litið til þess að fjárhags- og markaðsáætlanir séu vandaðar. Einnig er horft til þess að umsækjandi sé í samstarfi við sannfærandi aðila erlendis.


Úthlutunarnefnd metur út frá markmiðum og áherslum, hér má finna nánari upplýsingar um mælikvarða.
Hér má finna allar nánari upplýsingar um styrkjaflokkinn og hlekk á umsóknargáttina.
Allar fyrirspurnir varðandi tónlistarsjóð → styrkir@icelandmusic.is og svo er kannski búið að spyrja og svara hér því sama og þú ert að velta fyrir þér.
Auk þess sem leita má ráðgjafar hjá starfsfólki SSNE varðandi umsóknarskrif.

Þann 1. nóvember kl. 15:00 eru jafnframt umsóknarfrestir Tónlistarsjóðs úr eftirfarandi deildum:

Auk þess er umsóknarfrestur um ferðastyrki úr deild útflutnings 30. nóvember.

Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist samkvæmt Tónlistarlögum og reglum um Tónlistarsjóð.

Sjóðurinn skal stuðla að kynningu á íslensku tónlistarfólki og tónsköpun þeirra hér á landi sem erlendis. Tónlistarsjóður heyrir undir menningar- og viðskiptaráðuneytið og er í umsýslu Tónlistarmiðstöðvar.




 

Umsóknarfrestur: Markaðsstyrkir Tónlistarsjóðs