Umsóknarfrestur: ferðastyrkir til listamanna og menningarstarfsfólks í Evrópu
Opið er fyrir umsóknir í Culture Moves Europe sem eru ferðastyrkir til listamanna og menningarstarfsfólks í Evrópu. Loka umsóknarfrestur er til 30. nóvember 2024 en umsóknir eru afgreiddar mánaðarlega fram að því.
Fyrir hverja?
Umsækjendur þurfa að tilheyra einu af eftirfarandi sviðum:
- Byggingarlist
- Menningararfi
- Hönnun
- Bókmenntum
- Tónlist
- Myndlist
- Sviðslistum
Mikilvægt að hafa í huga:
- Einn áfangastaður
- Eitt verkefni
- Einn samstarfsaðili í Evrópu.
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
Lengd ferðar og upphæð:
- Einstaklingar 7 - 40 dagar
- Hópar (2-5 manns) 7 - 14 dagar.
- Ferðastyrkur er 350 evrur og uppihald er 75 evrur á dag.
Nánari upplýsingar:
- Third call for individual mobility of artists and cultural professionals | Culture and Creativity (europa.eu)
- Rannís heldur utan um verkefni og styrki fyrir hönd Íslands innan Creative Europe. Hún Ragnhildur Zoega veitir bæði ráðgjöf og upplýsingar um umsóknir, áætlanir og fresti. Endilega sendið henni línu ragnhildur.zoega (hjá) rannis.is eða í síma 515-5838
- Forvitni er gulls ígildi. Viltu kanna aðra möguleika innan Creative Europe? Gjörðu svo vel: News | On the Move (on-the-move.org)
ATH! Jafnramt eru veittir styrkir til gestgjafa, þ.e.a.s. þeirra sem bjóða upp á residensíu, síðasti frestur var 16. janúar 2024 en um að gera að skoða núna hvort þú viljir sækja um næst! Sjá nánar hér.