Norrænt samstarf borgarasamfélagsins er eitt af áherslusviðunum í framtíðarsýn norrænu ríkisstjórnanna um að gera Norðurlönd að sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Viltu vita meira um tækifæri borgaralegra samtaka til að sækja um styrki til norrænna samstarfsverkefna? Vinnur þú kannski hjá stofnun sem vill skapa tengslanet og vinna þvert á landamæri?
Ráðgjöf og upplýsingar um sjóðinn veitir Kolbrún Ýr Einarsdóttir hjá Norræna húsinu, kolbrun(hjá)nordichouse.is
Hverjir geta sótt um Demos styrk?
Félagasamtök, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, af öllum sviðum samfélagsins geta sótt um Demos styrk. Þetta geta verið hefðbundin félagasamtök, sjóðir, góðgerðarsamtök, borgaraleg samtök, hagsmunasamtök, verkalýðsfélög, trúfélög, félagsleg fyrirtæki og annars konar frjáls félagasamtök. Einstaklingar geta ekki sótt um Demos styrk. Umsóknaraðili þarf að vera skráður í Norðurlöndunum og má hvorki skulda skatta né önnur gjöld.
Er lágmark/hámark á fjölda samstarfslanda?
Að minnsta kosti þrjú lönd/einingar þurfa að taka þátt í verkefninu. Álandseyjar eru taldar sem sér eining í Demos verkefnum. Þetta eru því Danmörk, Færeyjar, Finnland, Grænland, Ísland, Noregur, Svíþjóð, Álandseyjar. Umsóknaraðili þarf að vera skráður í Norðurlöndunum. Þátttakendur í verkefninu mega vera fleiri og þurfa ekki endilega að tilheyra Norðurlöndunum.
Næstu umsóknartímabil eru:
- 11.02.2025 – 11.03.2025 15:59 (UTC +2)
- 12.08.2025 – 12.09.2025 15:59 (UTC +2)
- Vinsamlegast athugið að Demos er nú einn pottur þar sem fyrri Demos einingar hafa sameinast; Demos Culture, Demos Learning og Demos Network. Verkefni af öllum þeim sviðum geta sótt um í Demos.
Yfirmarkmið Demos styrkja:
Lifandi borgarasamfélag er einn af hornsteinum lýðræðis á Norðurlöndum. Þess vegna rennur rúmlega ein milljón evra árlega í gegnum samstarfsvettvang norrænu ríkisstjórnanna, Norrænu ráðherranefndina, til áætlunarinnar. Yfirmarkmið Demos er að koma á samstarfsnetum og auðvelda fundi milli borgaralegra samtaka á Norðurlöndunum. Áætlunin stuðlar að þátttöku og samvinnu milli Norðurlandanna óháð landamærum og eykur tungumála- og menningarlæsi. Verkefnum sem hljóta styrk úr Demos er ætlað að styðja við þá vegferð Norðurlandanna að verða sjálfbært og þétt samstarfssvæði árið 2030.
Hverskonar verkþætti styrkir Demos?
- Samstarf, tónleika, fundi, ráðstefnur, vinnustofur, starfsmannaskipti, vörur, námskeið og þjálfun.
- Vinnufundi sem auðvelda þróun og yfirfærslu hugmynda og þekkingu milli ólíkra borgaralegra samtaka á Norðurlöndum.
- Rekstrarkostnað sem tengist verkefninu.
Hverskonar verkþættir eru ekki styrkhæfir í Demos?
- Hefðbundinn rekstrarkostnaður.
- Verkefni eða verkþættir sem þegar hafa farið fram (upphafsdagur starfsemi sem er styrkt verður að vera 10 vikum eftir umsóknarfrest).
- Atvinnustarfsemi sem ætlað er að skapa fjárhagslegan hagnað.
Hverjar eru upphæðirnar?
- Hámarksstyrkur er allt að 50.000 evrur.
- Demos greiðir að hámarki 85% af kostnaði verkefnis, þ.e.a.s. fármögnun verkefnis þarf að lágmarki 15% að vera með öðrum leiðum en Demos.
- Samnorrænir sjóðir, t.d. Nordic Council of Ministers, Nordic Culture Fund, NAPA, Nordplus, Nordisk Film og TV Fond and Nordic Culture Point, geta samanlagt fjármagnað 85% af verkefnakostnaði, en ekki meira. Tvíhliða eða landssjóðir teljast ekki með í þessu samhengi.
- Vinnuframlag, framlag sjálfboðaliða, vörur og þjónusta getur verið partur af fjármögnun verkefnis.
Nánari upplýsingar um áherslur, matsviðmið og fleira:
- Demos - Nordic Culture Point
- Ráðgjöf og upplýsingar um sjóðinn veitir Kolbrún Ýr Einarsdóttir hjá Norræna húsinu, kolbrun(hjá)nordichouse.is
„Mörg frjáls félagasamtök, eða borgarasamtök eins og við segjum í Finnlandi, eiga þegar í samstarfi við hliðstæð samtök í öðru landi. Fjármögnun í gegnum Demos getur hjálpað til við að koma á öflugra samstarfi til lengri tíma,“ segir Anne Malmström, styrkjaráðgjafi hjá Norrænu menningargáttinni sem sér um Demos.
Anne Malmström leggur áherslu á að fyrri umsækjendur hafi lýst umsóknarferlinu sem einföldu og að það borgi sig að virkja samstarfsaðila sína strax.
„Hvert verkefni verður að hafa aðila frá að minnsta kosti þremur norrænum löndum. Ef allir eru sammála um stefnu verkefnisins er einfalt að ganga frá umsókn og skila henni inn í umsóknargáttina,“ segir Malmström.
Innblástur - Hvers konar verkefni hafa hlotið norræna styrki?