Hlutverk Barnamenningarsjóðs er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Í starfi sjóðsins er m.a. horft til áherslu menningarstefnu um samstarf stofnana, skóla, félagasamtaka og einstaklinga, ásamt því markmiði að jafna aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.
Hvert er markmiðið?
Hlutverk Barnamenningarsjóðs er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Í starfi sjóðsins er m.a. horft til áherslu menningarstefnu um samstarf stofnana, skóla, félagasamtaka og einstaklinga, ásamt því markmiði að jafna aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.
Hverjir geta sótt um?
Listamenn, stofnanir, félagasamtök og aðrir lögaðilar er sinna barnamenningu á einhvern hátt.
Hvað er styrkt?
Fjölbreytt verkefni og starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Verkefni sem auk þessa stuðla einnig að lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu eða taka að öðru leyti mið af inntaki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hafa sérstakt vægi. Einnig er horft til verkefna sem efnt er til í samstarfi aðila, svo sem menningarstofnana, skóla, listafólks og félagasamtaka. Sérstaklega er hvatt til þess að samstarfsverkefni séu unnin í samstarfi ólíkra aðila, t.d. að stofnanir leiti samstarfs við grasrót skapandi fólks fremur en við aðrar stofnanir.
Skilyrði úthlutunar
Umsóknum skal skilað inn í gegnum rafrænt umsjónarkerfi Rannís (sjá grænan borða ofar á síðunni á meðan opið er fyrir umsóknir; sjá leiðbeiningar um kerfið hér). Aðeins er tekið við umsóknum og fylgiskjölum gegnum umsjónarkerfið. Þegar verkefni lýkur ber umsækjanda að skila inn greinagerð , eða áfangaskýrslu þar sem það á við, um hvernig til tókst, hvað gekk vel og hvað má betur fara.
Hlutverk Rannís
Hlutverk Rannís er að hafa umsýslu með Barnamenningarsjóði fyrir hönd stjórnvalda.