Umsóknarfrestur í æskulýðshluta Erasmus+ og European Solidarity Corps er á næsta leiti, eða þriðjudaginn 7. maí kl. 10 að íslenskum tíma. Landskrifstofa hefur skipulagt fjölbreytta viðburði í apríl til að styðja við umsækjendur í ferlinu.
Umsóknarfrestir:
- Nám og þjálfun í æskulýðsstarfi: 7. maí kl. 10.
- Samfélagsverkefni í European Solidarity Corps: 7. maí kl. 10.
Vefstofur:
- 16. apríl kl.17 - Vertu breytingin - Kynningarfundur á samfélagsverkefnum ungs fólks - Skráning
- 16. apríl kl.18 - Be the change! - Presentation on solidarity projects for young people - Registration
- 16. apríl kl.11 - Vefstofa fyrir samtök, sveitarfélög og stofnanir sem starfa á æskulýðsvettvangi - Skráning
Viðburðir:
18. apríl kl. 18 - "Application lab" á Stúdentakjallaranum (aðstoð við umsóknarskrif) - Skráning
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Þau sem hafa hugsað sér að sækja um eru hvött til að skoða heimasíðu Erasmus+ en þar eru upplýsingar um skilyrði umsókna, hvernig umsókn er metin, upphæðir styrkja og umsóknarfresti.
Á heimasíðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má finna handbækur fyrir Erasmus+ og European Solidarity Corps . Einnig er velkomið að setja sig í samband við starfsfólk Landskrifstofunnar á Íslandi til að fá nánari upplýsingar um þau skilyrði sem umsækjendur þurfa að uppfylla til að geta sótt um styrki í áætlanirnar tvær.
Upplýsingarnar á þessari síðu eru birtar með fyrirvara um villur og breytingar. Allar tímasetningar miðast við íslenskan tíma.