Fara í efni
Umsóknarfrestur: Aðalúthlutun safnasjóðs 2025

Viðurkennd söfn geta sótt um styrki til eins árs auk þess sem önnur söfn, höfuðsöfn, safnvísar, setur og sýningar geta sótt um úthlutun úr safnasjóði í samstarfi við viðurkennd söfn, þar sem viðurkennda safnið er ábyrgðaraðili. Sjóðnum er einnig heimilt að styrkja aðra starfsemi til að efla faglegt safnastarf, m.a. rannsóknir á starfssviði sjóðsins og miðlun upplýsinga um þær. Verkefnastyrkir sem og rekstrarstyrkir eru hluti af styrkjum til eins árs.

Sótt er um einn af níu aðalflokkum í hverri styrkumsókn:

  1. Söfnun
  2. Skráning
    i. Skráning – almenn
    ii. Skráning – höfundarréttur
  3. Varðveisla
  4. Rannsóknir
  5. Miðlun
    i. Miðlun – Sýning
    ii. Miðlun – Útgáfa
    iii. Miðlun – Stafræn miðlun
    iv. Miðlun – Önnur
  6. Safnfræðsla
  7. Samstarf viðurkennds safns við safnvísa, setur, sýningar, höfuðsöfn og önnur söfn sem eru rekin af ríkinu
  8. Annað
  9. Efling grunnstarfsemi

Nánari upplýsingar: Aðalúthlutun safnasjóðs – styrkir til eins árs – Safnaráð (safnarad.is)

Úthlutunarreglur má finna hér.

Öndvegisstyrkjum er úthlutað til 2-3 ára með fyrirvara um fjármögnun sjóðsins. Einungis viðurkennd söfn geta sótt um Öndvegisstyrki úr safnasjóði.

Hægt er að sækja um allt að 15 milljónir króna sem dreift er yfir styrktímann. Gerðar eru kröfur um greinargóðar og vel undirbúnar umsóknir og um framlag umsækjanda. Þá er krafa um staðfestingu á öðrum styrktaraðilum og í hverju styrkur þeirra felst (t.d. fjárframlag, vinnuframlag og til hvaða hluta verkefnis styrkurinn rennur). Þá ber að geta safnasjóðs sem styrktaraðila.

Sjá nánari upplýsingar: Aðalúthlutun safnasjóðs – styrkir til 2-3 ára – Öndvegisstyrkur – Safnaráð (safnarad.is)

Umsóknarfrestur: Aðalúthlutun safnasjóðs 2025