Fólk í ferðaþjónustu á Norðurlandi er boðið velkomið á fund um stafræna markaðssetningu og hagnýtingu gervigreindar í ferðaþjónustu 9. apríl á Húsavík. Að fundinum standa Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Markaðsstofa Norðurlands og Samtök ferðaþjónustunnar í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi.
Miðvikudaginn 9. apríl á Fosshótel Húsavík kl. 11:00 - 14:00
Í heimi þar sem tækniþróun er hraðari en nokkru sinni fyrr, er nauðsynlegt fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu að tileinka sér stafrænar lausnir til að halda í við samkeppnina og mæta væntingum viðskiptavina. Stafræn markaðssetning og gervigreind eru lykilþættir sem geta hjálpað fyrirtækjum að ná betri árangri, auka sýnileika og bæta þjónustu við viðskiptavini.
Dagskrá fundarins:
- Með nýjan starfsmann í vasanum
- Þóranna Kristín Jónsdóttir, Markaðsráðgjafi og AI leiðbeinandi
- Snjöll ferðaþjónusta - Ferðapúlsinn og aðrar stafrænar lausnir frá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar
- Ólína Laxdal og Sólveig Nikulásdóttir, sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar
- Stafræna heimilisfangið - Mikilvægi vefsíðu fyrirtækisins og samspil við samfélagsmiðla
- Rögnvaldur Már Helgason, verkefnastjóri upplýsingaþjónustu, útgáfu og almannatengsla hjá Markaðsstofu Norðurlands
- Stafræn markaðssetning - Að nýta stafræna þjónustu í raunveruleikanum
- Baldvin Esra Einarsson, framkvæmdastjóri SagaTravel
- Létt hádegishressing og spjall
- Gervigreind í ferðaþjónustu - Hvað er að virka og hvað ekki?
- Tryggvi Freyr Elínarson, þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá Datera
- Kynning hugbúnaðarlausna fyrir ferðaþjónustu
- Keeps – Content Management System - Hvernig getum við selt meira með notkun myndefnis og upplýsinga?
- Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Keeps ehf. – Content Management System
- Liva bókunarlausn - Er bókunarkerfi þitt að vinna með þér eða gegn þér?
- Kristján Aðalsteinsson, ráðgjafi hjá Hugbúnaðarlausnum Advania
- Keeps – Content Management System - Hvernig getum við selt meira með notkun myndefnis og upplýsinga?
Fundarstjóri er Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, verkefnastjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.
Fundurinn er opinn öllum og aðgangur er frír.