Umsóknarfrestur: Matvælasjóður
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu.
„Sem fyrr leggur sjóðurinn áherslu á þróun og nýsköpun í innlendri matvælaframleiðslu“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. „Við viljum að íslensk matvælaframleiðsla jafnist að gæðum á við það sem best gerist á heimsvísu og á þeirri vegferð eru vegvísar okkar hringrásarkerfið, sjálfbærni og fæðuöryggi“.
Sjóðurinn veitir styrki í fjórum flokkum:
- Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi og fleytir hugmynd yfir í verkefni.
- Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu.
- Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi og leiða af sér afurð, sem er þó ekki tilbúin til markaðssetningar
- Fjársjóður styrkir sókn á markaði og hjálpar fyrirtækjum að koma sínum verðmætum á framfæri.
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér flokkana og handbókina vel áður en farið er í að vinna umsókn. Uppfærð handbók verður aðgengileg á heimasíðu sjóðsins þegar nær dregur.
Einungis verður tekið við umsóknum í gegnum Afurð sem er stafrænt stjórnsýslukerfi matvælaráðuneytisins.
Finnst þér flókið að skrifa styrkumsókn? Smelltu þá hér.