Fara í efni
hönnunarþing / design thing

HönnunarÞing er hátíð hönnunar og nýsköpunar og verður nú haldin í annað sinn. Hátíðin fer fram á Húsavík og verður áherslan þetta árið á tónlist og margvíslegar birtingarmyndir snertiflata hönnunar, nýsköpunar og tónlistar. Það verða sýningar, fyrirlestrar, tónleikar, námskeið og sitthvað fleira á dagskrá.

Á dagskránni eru meðal annars bátahönnuður, fjárfestir og stjórnarmanneskja frá Bang & Olufsen, tölvuleikjahönnuður, hugarheimur Skálmaldar, leyndarmál, geimskip, ný íslensk hljóðtækni, frumkvöðlar, forritari, dreki, sjóböð og stórkostlegt tónlistarfólk með uppákomur. Einnig munu nemar í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands vinna að verkefni á svæðinu. Fjölbreyttir þræðir skapandi huga sem búið er að spinna saman í vef HönnunarÞings 2024 á Húsavík.

Í gegnum tóna og tal dagskrárinnar kynnumst við því hvernig spila má á strengi nýsköpunar, þjálfa sköpunarvöðvann og sjá hugmynd verða að veruleika. Svo má líka dansa.Prógrammið er sett saman sem skapandi málþing. Stundum er staðið, stundum er setið - en alltaf eitthvað sem eflir andann. 

Að hátíðinni stendur Hraðið miðstöð nýsköpunar á Húsavík og Þekkingarnet Þingeyinga og tekur SSNE þátt í undirbúningi hátíðarinnar til að vekja athygli á atvinnulífi á sviði nýsköpunar og skapandi greina.

Taktu frá dagana 4.- 5. október 2024, það verður bæði skemmtilegt og gagnlegt.


Hér má finna dagskrá 2023 til að sjá hversu metnaðarfull hátíðin er en þá var áhersla á vöruhönnun.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Design Thing is a festival of design and innovation. The festival is held in Húsavík, Iceland, at the beginning of October. This year's focus is on music and the various intersections of design and music. There will be exhibitions, lectures, concerts, workshops, and various other events from October 4-5, 2024. The program will include, among others, a board member from Bang & Olufsen, a professor from the Iceland University of the Arts, rockers from Skálmöld metal band, boat designer and nationally renowned musicians. Join us for eventful and creative Autumn-days in beautiful town of Húsavík.

 

hönnunarþing / design thing