Fara í efni
Umsóknarfrestur: Glókollur

Háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið veitir styrki til verkefna og viðburða á málefnasviði ráðherra. Ekki eru veittir styrkir til ríkisstofnana eða sveitarfélaga. Styrkjum er úthlutað samkvæmt reglum sem finna má hér að neðan.

Ávallt er hægt að sækja um styrki úr Glókolli. Umsóknir skulu berast rafrænt á umsóknareyðublaði sem nálgast má á minarsidur.hvin.is. Matsnefnd fer yfir umsóknir á tveggja mánaða fresti og gerir tillögu til ráðherra um úthlutun fjárstyrkja. Ráðherra tekur lokaákvörðun um styrkveitingar. Svarbréf eru send til umsækenda í kjölfarið.

Ráðherra getur ákveðið að leggja áherslu á ákveðin mál á verkefnasviði ráðuneytisins þegar kemur að úthlutun styrkja. Slíkar áherslur eru auglýstar sérstaklega.

Ekki eru veittir rekstrarstyrkir, styrkir til nefndarsetu eða styrkir til B.A./B.S. eða meistaraprófa. Samkvæmt úthlutunarreglum mun matshópur skipaður af ráðherra meta umsóknir en horft verður til ýmissa þátta við úthlutunina, m.a. hvort verkefnin þyki hafa gildi fyrir starfsemi viðkomandi málaflokks, hvort verkefnið búi yfir sérstöðu eða nýnæmi og hvort markmið og mælikvarðar séu skýrir. Frekari upplýsingar um styrkhæfi, mat á umsóknum og viðmið má finna í úthlutunarreglum.

Hámarksupphæð styrks sem verkefni getur hlotið er 1.000.000 kr.

Umsóknum skal skilað rafrænt á eyðublaðavef háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins, minarsidur.hvin.is.

Umsóknarfrestur: Glókollur