SSNE ásamt SSNV í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga boða til rafræns fundar og vinnustofu um framtíðarstefnu Norðurlands í sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Núverandi áætlun byggir á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Áætlunin, sem gerð er til 12 ára í senn, gildir til ársins 2026 og er þessi fundur nauðsynlegur hluti af endurskoðun þeirrar áætlunar.
Fundurinn er opinn öllum en sérstaklega er óskað er eftir þátttöku kjörinna fulltrúa og lykilstarfsmanna sveitarfélaga í úrgangsstjórnun.
Fundurinn sem er rafrænn verður haldinn 25.apríl kl. 14:00 – 17:00.
Skráningar á fundinn skal senda á ssne@ssne.is og verður skráðum þátttakendum sendur hlekkur.
Fundarstjóri verður Smári Jónas Lúðvíksson, verkefnastjóri umhverfismála hjá SSNE.
DAGSKRÁ
KYNNINGAR OG STÖÐUMAT
Samtaka um hringrásarhagkerfi og hlutverk sveitarfélaga
Eygerður Margrétardóttir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Hvað breytist 1.jan 2023? Nýjar kröfur til svæðisáætlanagerðar sveitarfélaga
Ísak Már Jóhannesson, Umhverfisstofnun
Kynning á stöðumati
Stefán Gíslason, Environice
Stekkjarvík, Kynning á starfsemi urðunnarstaðar
Magnús B. Jónsson, Formaður stjórnar Norðurá bs.
Hagkvæmnimat líforkuvers
Guðmundur H. Sigurðarsson, Vistorku
Hvað gerist næst? Helstu áskoranir framundan
Smári Jónas Lúðvíksson, SSNE
STUTT HLÉ
UMRÆÐUR OG SAMANTEKT
Umræðuhópar um stöðu landshlutans, markmið og aðgerðir
Samantekt helstu niðurstaða