Fara í efni

Viltu taka þátt í að móta stefnu um samgöngur?

Viltu taka þátt í að móta stefnu um samgöngur?

Norðurland eystra
Samráðsfundur um stöðu samgöngumála


Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar
á Norðurlandi eystra bjóða til rafræns samráðsfundar um stöðu samgöngumála
þriðjudaginn 16. mars kl. 13:00–15:00. Á fundinum verður fjallað um samgöngumál
í landshlutanum, helstu áskoranir og tækifæri og valkosti til framfara. Boðið verður
upp á fjölbreytta dagskrá með erindum og umræðum í minni hópum.
Fundurinn er öllum opinn en gestir eru beðnir um að skrá þátttöku
á skráningarsíðu fundarins. Allir sem skrá sig fá hlekk á veffundinn.

Fundurinn er hluti af fundaröð um allt land í tilefni af undirbúningi grænbókar
um stöðu samgöngumála. Sjá nánar á vef um grænbók um samgöngumál.

Dagskrá


13:00–14:00

Erindi
Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur á Rannsóknamiðstöð HA, og
Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við viðskiptadeild HA
Helstu áskoranir og möguleikar fyrir Norðurland eystra í vegsamgöngum
og undirbúningur samgöngustefnu

Gunnar H. Guðmundsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Norðurlandi, og
Heimir Gunnarsson, tæknifræðingur hjá Vegagerðinni
Staðan á samgöngum á Norðurlandi eystra

Njáll Trausti Friðbertsson, alþingsmaður
Framtíðarsýn í samgöngum landshlutans


14:00–15:00

Umræður
Fundargestum er skipt upp í umræðuhópa sem fjalla um einstök viðfangsefni.
Hver hópur kynnir niðurstöður sínar stuttlega í lok fundar.


Fundarstjóri er Gissur Jónsson, varaformaður samgönguráðs

 Stjórnarráð Íslands
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

 

Getum við bætt síðuna?