Viltu hafa áhrif á mótun Sóknaráætlunar Norðurlands eystra?
Viltu hafa áhrif á mótun Sóknaráætlunar Norðurlands eystra?
SSNE óskar eftir fulltrúum í samráðsvettvang um mótun Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Samráðsvettvangurinn skal hafa beina aðkomu að gerð sóknaráætlunar landshlutans og vera upplýstur um framgang hennar a.m.k. árlega. Afar mikilvægt er að heyra raddir sem flestra og hvetjum við því ungt fólk og fólk af ólíkum uppruna sérstaklega til að gefa kost á sér.
Sóknaráætlun Norðurlands eystra er stefnuskjal sem felur í sér stöðumat landshlutans, framtíðarsýn og markmið í tilgreindum málaflokkum ásamt skilgreindum leiðum að markmiðunum. Helstu málaflokkar sóknaráætlunar eru atvinnuþróun og nýsköpun, menningar- og umhverfismál. Fjármagn, sem varið er til verkefna í þessum málaflokkum, tekur mið af áherslum sóknaráætlunar hverju sinni.
Þú finnur allt um Uppbyggingarsjóðinn, sóknaráætlun og áhersluverkefni á ssne.is