Viðauki við Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024
Viðauki við Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024
Í dag, 30. júní, undirrituðu Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóri SSNE, viðaukasamning við samning um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024. Markmiðið með samningnum er að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar Covid-19 faraldursins og styðja við verkefni á landsbyggðinni. Í viðaukasamningnum kemur fram að af 200 milljóna tímabundnu fjárfestingarátaki ríkisins er framlag til Norðurlands eystra 29,6 milljónir kr. Landshlutasamtökin SSNE gerðu tímabundnar ráðstafanir í rekstri og gátu með því bætt 12,5 milljónum kr. við þá upphæð og er því heildarfjárhæð aðgerðanna 42,1 milljón kr. á Norðurlandi eystra.
Viðaukasamningurinn lýtur að eftirfarandi aðgerðum:
Aðgerðir til að efla atvinnu og nýsköpun – 17,2 milljónir kr.
Aðgerðir til eflingar ferðaþjónustu – 11,4 milljónir kr.
Aðgerðir til eflingar menningarmála – 12,5 milljónir kr.
Aðgerðir til umhverfismála – 1,0 milljón kr.
Undirritunin var rafræn og á meðfylgjandi myndum má sjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og framkvæmdastjóra SSNE undirrita skjalið, hvor á sínu landshorninu.