Fara í efni

Vel heppnað ungmennaþing SSNE

Mývatn. Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands
Mývatn. Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Vel heppnað ungmennaþing SSNE

Árið 2019 veitti Eyþing styrk til að skapa vettvang ungs fólks á Norðurlandi eystra. Undir því verkefni var haldinn viðburðurinn Ungt fólk og Eyþing 2020. Á þeim viðburði kusu ungmennin um framhaldið og ákveðið var að halda Landsmót SSNE. Tillagan hljómaði eftirfarandi:

„Tillaga að viðburði bar yfirheitið Landsmót SSNE og fól í sér helgi á vordögum þar sem ungmenni koma saman, gista í skóla og gera skemmtilega hluti sem fá ungmenni til að vilja taka þátt, eins og til dæmis að bjóða upp á pizzaveislu, ísferð, bíókvöld eða sund. Það verða stöðvar fyrir ungmennin tengd heimsmarkmiðunum og þeim verður dreift yfir tvo til þrjá daga. Þá verður til dæmis boðið upp á matreiðslukennslu úr íslensku hráefni, þar sem þátttakendum yrði kennt að nýta hráefni úr heimabyggð, nýsköpunarleiki sem snúast um að skapa eitthvað skemmtilegt sem getur til dæmis tengst aðgerðum í loftslagsmálum, fræðsla um það hvert ruslið okkar fer og hvað verður um það þegar við hendum því. Þá lögðu þau til fræðslu um snjalltækjanotkun sem snýr að heimsmarkmiði 3; Heilsa og vellíðan. Þá vilja þau planta trjám saman og jafnvel fara í fyrirtækjaheimsóknir og skoða hvort og hvernig þau eru að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Landsmótið á að vera skemmtilegt og skapandi fyrir ungmenni.“
 
Ungmennaþing SSNE fór fram í Mývatnssveit dagana 25. - 26. nóvember síðastliðinn. Þar voru saman komin um 30 ungmenni úr sveitarfélögum landshlutans og tókust á við áskoranir Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, sem var jafnframt þema þingsins. Ungmennin unnu t.d. með þróun á smáforritum/öppum inn á Ungmennaþorpinu og gafst fólki kostur á að taka þátt í því verkefni og leggja þeim lið, skoða verkefnin sem eru að mótast og koma með góðar og gagnlegar ábendingar eða hverkyns endurgjöf á verkefnin. Smáforritunum er ætlað að aðstoða við áskoranir Íslands þegar kemur að Heimsmarkmiðunum SÞ.
 
Eitt af smáforritunum verður svo valið og reynt að koma í framkvæmd, að hluta til byggt á fjölda endurgjafa. Þau eru svo sannarlega framtíðin, hugmyndarík, upplýst og verkefnin spennandi sem þau eru að vinna að og við þökkum ungmennunum kærlega fyrir lærdómsríka daga í Skútustaðahreppi.
 
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem teknar voru á Ungmennaþinginu.
Getum við bætt síðuna?