Fara í efni

Úthlutun úr Matvælasjóði

Úthlutun úr Matvælasjóði

Í gær, 15.september, var 566,6 m.kr. úthlutað úr Matvælasjóði og voru það alls 64 verkefni sem hlutu styrk að þessu sinni.   Hlutverk sjóðsins er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.  Sjóðnum bárust 273 umsóknir að þessu sinni en þetta var í annað sinn sem úthlutað var úr sjóðnum. 

Verkefni á Norðurlandi eystra fengu veglega styrki. 

  • Sigurður Þór Guðmundsson fékk 2.688.000 kr. fyrir Góðgæti frá Grásteini
  • Hörn Heiðarsdóttir fékk 3.000.000 kr. fyrir hagkvæmnisathugun og gerð viðskiptaáætlunar fyrir hátæknigróðurhús á Norðurlandi
  • Eimur fékk 3.000.000 kr. fyrir hagkvæmnisathugun fyrir uppsetningu frostþurrkunarvers fyrir matvæli á Íslandi
  • Erlent ehf fékk 3.000.000 kr. fyrir verðmætasköpun fiskroðs
  • Gró borgarrækt ehf fékk 3.000.000 kr. fyrir ostrusveppabú
  • Einar Örn Aðalsteinsson fékk 2.750.000 kr. fyrir gerð viðskiptaáætlunar og vöruþróun fyrir Matarsmiðju í Eyjafjarðarsveit
  • Matarskemman ehf. fékk 3.000.000 kr. fyrir viðskiptaáætlun og fjárfestakynningu
  • Slippurinn fékk 10.200.000 kr. fyrir sjávarlón
Eftirtalin samstarfsverkefni sem spanna nokkra landshluta (þ.m.t. NE) hlutu einnig eftirfarandi styrki:
 
  • Zeto ehf fékk 3.000.000 kr. fyrir púðursjampó fyrir íslenska hestinn
  • Eirný Ósk Sigurðardóttir fékk 3.000.000 kr. fyrir ráðgjöf í nýsköpun mjólkurafurða
  • Matís fékk 6.290.000 kr. fyrir áhrif endurnýjunar íslenska fiskiskipaflotans á kolefnisspor afurða
  • Landbúnaðarháskóli Íslands fékk 9.299.340 kr. fyrir olíuauð Íslands, leiðir til aukinnar matarolíuframleiðslu
  • Háskóli Íslands í samstarfi við einkaaðila fékk 25.500.000 kr. fyrir umhverfisvænni matvælaumbúðir
  • Matís í samstarfi við einkaaðila fékk 16.865.120 kr. fyrir súrþang og góðgerla í fiskeldi
  • Matís í samstarfi við einkaaðila fékk 10.200.000 kr. fyrir hringrásarhagkerfi kjötiðnaðar
  • Matís í samstarfi við einkaðaila fékk 9.661.100 kr. fyrir verðmæti í vinnsluvatni frá bolfiskvinnslu
  • Samtök smáframleiðenda matvæla fékk 5.321.000 kr. fyrir Matsjá - stuðningsverkefni fyrir matarfrumkvöðla 

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um úthlutunina vef ráðuneytisins.

Við hvetjum alla sem fengu ekki styrk að þessu sinni til að vinna áfram í sínum hugmyndum en næsta úthlutun er áætluð á vormánuðum 2022 og mun SSNE veita öllum fría ráðgjöf sem til okkar leita vegna styrkumsóknarskrifa.  

Getum við bætt síðuna?