Út um borg og bý? Málþing 9. febrúar
Út um borg og bý? Málþing 9. febrúar
Hverju skilar samstarf nágranna og hvað prýðir gott sveitarfélag?
Svörin við þeirri spurningu verða rædd undir þemunum þremur
- Húsaþyrping eða samfélag?
- Samstarf sveitarfélaga
- Borgarstefna
á málþinginu Út um borg og bý sem fram fer í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri á morgun föstudaginn 9. febrúar.
Jafnframt verður hægt að fylgjast með í streymi og taka þátt í gegnum teams. Skráningu er lokið á staðfundinn, en hér er hlekkur til að fylgjast með og taka þátt á rafrænan hátt í gegnum teams:
Reynslumikið fólk flytur erindi fyrir hönd Norrænu byggðastofnunarinnar, Háskólans á Bifröst, starfshóps um motun borgarstefnu, Landbúnaðarháskóla Íslands, velferðarstefnu Vesturlands, mennta- og barnamálaráðuneytisins, Vesturbyggðar, ÍSÍ og UMFÍ.
Málþingið hefst kl. 11:00 og áætlað er að því ljúki kl. 16:00.
Umræður verða eftir hvert þema en erindin eru
- Aðdráttarafl smærri sveitarfélaga á Norðurlöndunum
- Byggðabragur: Hvernig getur félagsleg sálfræði nýst sem verkfæri í byggðaþróun?
- Aðlaðandi bæir – ávinningur af Norrænu samstarfi
- Velferðarstefna Vesturlands
- Skilar samstarf sveitarfélaga betri niðurstöðu fyrir íbúa?
- Samhæfð svæðaskipan í þágu farsældar barna
- Borgarstefna Íslands
Sjá fyrri frétt hér: Út um borg og bý | SSNE.is
Sjá upplýsingar á facebook viðburði: https://fb.me/e/6uDzLa8k0
Frétt var uppfærð 09.02.24 með því að setja hlekk fyrir rafræna þátttöku