Upptaka af kynningarfundi um Straumhvörf
Upptaka af kynningarfundi um Straumhvörf
Góð mæting var á kynningarfund um Straumhvörf sem haldinn var rafrænt í dag. Á fundinum fór fulltrúi Markaðsstofu Norðurlands ásamt fulltrúum KPMG yfir markmið, tilgang og vinnulag verkefnisins.
Að verkefninu standa Austurbrú/SSA, Markaðsstofa Norðurlands, SSNV og SSNE með stuðningi frá Byggðastofnun.
Markmiðið er að nýta þau tækifæri sem felast í auknu millilandaflugi til Norður- og Austurlands með samstarfi um þróun á nýjum vörupökkum sem auknar komur farþega beint inn á svæðið bjóða upp á.
Í framhaldi af kynningarfundinum verða haldnar fjórar vinnustofar og er skráning á þær hafin hér.
Upptöku af fundinum má finna hér.