Fara í efni

Umsóknir um lokunarstyrk 3

Umsóknir um lokunarstyrk 3

Búið er að opna fyrir umsókn um lokunarstyrk 3 sem ákvarðaður er á grundvelli laga nr. 38/2020 eins og þeim var breytt með lögum nr. 119/2020.

Lokunarstyrkur 3 nær til þeirra rekstraraðila sem gert var að stöðva starfsemi sína frá og með 18. september s.l. samkvæmt reglugerðum heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Sótt er um á þjónustuvef Skattsins sem nálgast má á, www.skatturinn.is. Ef umsækjandi um lokunarstyrk er félag (lögaðili) skráir prókúruhafi sig inn á sína þjónustusíðu og fer þannig inn á svæði félagsins. Sjálfstætt starfandi einstaklingur fer inn í umsóknina í gegnum sína eigin þjónustusíðu.

Ítarlegar leiðbeiningar um hvernig fylla á út umsóknina eru á COVID-19 síðum á vef Skattsins. Mikilvægt er fyrir umsækjendur að kynna sér þessar leiðbeiningar áður en hafist er handa við útfyllingu á umsókn.

Skoða leiðbeiningar með umsókn

Getum við bætt síðuna?