Tónaflakk // Tónlistarmiðstöð á Akureyri
Tónaflakk // Tónlistarmiðstöð á Akureyri
📅 13. mars ⏰ 17.00-18.30
📍 Tónlistarskólinn á Akureyri, Hofi, Strandgötu 12, 600 Akureyri.
Tónlistarmiðstöð, í samstarfi við SSNE og Tónlistarskólann á Akureyri, stendur fyrir fræðsluviðburði á Akureyri til að kynna starfsemi sína og þá þjónustu og stuðning sem tónlistarfólk og fólk sem starfar í íslenskum tónlistargeira getur sótt til hennar. Að auki verður kynning á endurgreiðslum vegna hljóðritunar á tónlist á Íslandi og nýjum og efldum Tónlistarsjóði sem Tónlistarmiðstöð annast fyrir hönd Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytis en næsti umsóknarfrestur sjóðsins er 15. apríl nk.
Við hverjum öll sem koma að tónlist að fjölmenna og fræðast um hlutverk miðstöðvarinnar og hvaða aðstoð hún getur veitt.
Dagskrá:
Tónlistarmiðstöð: Meðal hlutverka hennar er að efla og kynna íslenska tónlist á alþjóðavettvangi, tengja íslenskt tónlistarfólk við erlenda markaði og veita ráðgjöf og stuðning til tónlistarfólks og annarra sem starfa í íslenskum tónlistargeira. Upplýsingar á rwww.icelandmusic.is
Tónlistarsjóður: Sjóðurinn veitir styrki til íslensks tónlistarfólks og verkefna með það að markmiði að styðja við þróun tónlistargeirans, efla útgáfu, tónlistarflutning og kynningu á íslenskri tónlist bæði heima og erlendis. Upplýsingar á www.icelandmusic.is/tonlistarsjodur
Endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist: Tónlistarfólk getur sótt um endurgreiðslu á kostnaði vegna hljóðritunar á tónlist á Íslandi frá Menningar-, nýsköpunar, og háskólaráðuneytinu. 80% eða meira af kostnaði þarf að hafa fallið til á Íslandi og hægt er að sækja um endurgreiðslu á allt að 25% af kostnaði. Upplýsingar á https://www.record.iceland.is/
Jafnframt verður tækifæri til að ræða Hátíðapott Tónlistarmiðstöðvar og Íslandsstofu. Þar er sérstaklega kallað eftir umsóknum frá hátíðum á landsbyggðinni. Umsóknarfrestur rennur út þann 25. mars næst komandi.
Aðgangur er ókeypis en skráning er nauðsynleg og fer fram hér.
Facebook viðburð má finna hér.
Kaffi og með því!