Fara í efni

Tónaflakk // Tónlistarmiðstöð á Akureyri

María Rut Reynisdóttir framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar og Anna Rut Bjarnadóttir verkefnastjóra …
María Rut Reynisdóttir framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar og Anna Rut Bjarnadóttir verkefnastjóra heimsækja Norðurland

Tónaflakk // Tónlistarmiðstöð á Akureyri

📅 13. mars ⏰ 17.00-18.30

📍 Tónlistarskólinn á Akureyri, Hofi, Strandgötu 12, 600 Akureyri.

‍Tónlistarmiðstöð, í samstarfi við SSNE og Tónlistarskólann á Akureyri, stendur fyrir fræðsluviðburði á Akureyri til að kynna starfsemi sína og þá þjónustu og stuðning sem tónlistarfólk og fólk sem starfar í íslenskum tónlistargeira getur sótt til hennar. Að auki verður kynning á endurgreiðslum vegna hljóðritunar á tónlist á Íslandi og nýjum og efldum Tónlistarsjóði sem Tónlistarmiðstöð annast fyrir hönd Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytis en næsti umsóknarfrestur sjóðsins er 15. apríl nk.

Við hverjum öll sem koma að tónlist að fjölmenna og fræðast um hlutverk miðstöðvarinnar og hvaða aðstoð hún getur veitt.

Dagskrá:

Tónlistarmiðstöð: Meðal hlutverka hennar er að efla og kynna íslenska tónlist á alþjóðavettvangi, tengja íslenskt tónlistarfólk við erlenda markaði og veita ráðgjöf og stuðning til tónlistarfólks og annarra sem starfa í íslenskum tónlistargeira. Upplýsingar á rwww.icelandmusic.is

Tónlistarsjóður: Sjóðurinn veitir styrki til íslensks tónlistarfólks og verkefna með það að markmiði að styðja við þróun tónlistargeirans, efla útgáfu, tónlistarflutning og kynningu á íslenskri tónlist bæði heima og erlendis. Upplýsingar á www.icelandmusic.is/tonlistarsjodur

Endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist: Tónlistarfólk getur sótt um endurgreiðslu á kostnaði vegna hljóðritunar á tónlist á Íslandi frá Menningar-, nýsköpunar, og háskólaráðuneytinu. 80% eða meira af kostnaði þarf að hafa fallið til á Íslandi og hægt er að sækja um endurgreiðslu á allt að 25% af kostnaði. Upplýsingar á https://www.record.iceland.is/

Jafnframt verður tækifæri til að ræða Hátíðapott Tónlistarmiðstöðvar og Íslandsstofu. Þar er sérstaklega kallað eftir umsóknum frá hátíðum á landsbyggðinni. Umsóknarfrestur rennur út þann 25. mars næst komandi. 

Aðgangur er ókeypis en skráning er nauðsynleg og fer fram hér.
Facebook viðburð má finna hér.

Kaffi og með því!

Getum við bætt síðuna?