Fara í efni

Þróunarfræ – nýr styrktarflokkur 

Þróunarfræ – nýr styrktarflokkur 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í nýjum styrktarflokk til að hvetja fyrirtæki til þátttöku í þróunarsamvinnu með það að meginmarkmiði að leita nýrra lausna eða tækni til að leysa áskoranir og bæta lífskjör fólks í þróunarlöndum. Þetta kemur fram á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands. Um að ræða samstarfsverkefni Samstarfssjóðs við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á vegum utanríkisráðuneytisins og Tækniþróunarsjóðs á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Um er að ræða tvenns konar styrki;

  • Fræ, sem er ætlaður sem undirbúningsstyrkur fyrir ung frumkvöðlafyrirtæki eða einstaklinga og sniðinn að verkefnum hugmyndastigi eða á frumstigi í þróun afurðar.
  • Þróunarfræ sem er forkönnunarstyrkur fyrir frumkvöðlafyrirtæki eða einstaklinga til að ráðast í þróunarsamvinnuverkefni. Hugmyndin að verkefninu þarf að fela í sér að leitað er nýrra lausna eða tækni til að leysa áskoranir og bæta lífskjör fólks í þróunarlöndum, m.a. með því að draga úr fátækt og styðja við
    atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Hámarks styrkur getur numið allt að 2 milljónum króna og skal verkefninu lokið innan 12 mánaða. Sérstök áhersla er lögð á atvinnusköpun kvenna og að verkefnin hafi jákvæð umhverfisáhrif. Opið er fyrir umsóknir allt árið en úthlutanir eru að jafnaði tvisvar til þrisvar sinnum yfir árið og er fyrsta úthlutun í apríl næstkomandi.

Umsýsla er í höndum Tækniþróunarsjóðs og skulu umsóknir berast þangað í gegnum umsóknarkerfi Rannís

Reglur og leiðbeiningar til umsækjenda má finna hér.

 

 

Frétt frá Stjórnarráði Íslands

 

Getum við bætt síðuna?