Þér er boðið á hátíð hugmynda og framtakssemi!
Þér er boðið á hátíð hugmynda og framtakssemi!
Nú ber að fagna hugmyndaauðgi og framtakssemi í landshlutanum sem er auðvitað frábært tilefni til að gleðjast saman! Svo ekki sé talað um að fylgjast með þeirri grósku sem á sér stað á Norðurlandi eystra.
Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra hefur fjallað um umsóknir um styrki til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra vegna ársins 2024 og verða verkefnin tilkynnt á rafrænni úthlutunarhátíð miðvikudaginn 13. desember frá kl. 15:00 til 16:00. Ráðherra mun flytja ávarp, fyrri styrkhafar segja frá framgangi verkefna og tilvonandi verkefni verða kynnt.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á skjánum að fagna frumkvæði, frjósemi og framtakssemi í landshlutanum... auðvitað með smákökur og kakóskegg út á kinn í anda tíðarinnar.
Ekki þarf að skrá sig á hátíðina, heldur er hér hlekkur sem þú smellir á þegar smákökurnar eru passlega volgar: https://www.ssne.is/is/vidburdarlisti/uthlutunarhatid-uppbyggingasjods
Þið sjáið sjálf um að taka frá tímann í dagatalinu ykkar.
Úthlutunin úr Sóknaráætlun er fjármögnuð af menningar- og viðskiptaráðuneytinu, innviðaráðuneytinu og sveitarfélögum Norðurlands eystra. Fyrir áhugasöm má kynna sér Sóknaráætlun Norðurlands eystra og verkefni hennar á heimasíðu SSNE.