Fara í efni

Það styttist í næsta Krubb!

Taktu dagana frá og prófaðu eitthvað nýtt
Taktu dagana frá og prófaðu eitthvað nýtt

Það styttist í næsta Krubb!

Hraðið miðstöð nýsköpunar ætlar annað árið í röð að bjóða upp á Krubb hugmyndahraðhlaup. Hugmyndahraðhlaup er í raun annað heiti yfir hakkaþon. Hakkaþon er gjarnan skilgreint sem nýsköpunarkeppni og/eða - vettvangur þar sem þverfagleg teymi vinna saman í afmarkaðan tíma við að finna lausnir á raunverulegum áskorunum sem lagðar eru fram. Teymunum býðst einnig að fá ráðgjöf frá sérhæfðum leiðbeinendum sem hjálpa þeim í gegnum ferlið. Þannig geta allir tekið þátt og krefst mótið engrar ákveðinnar þekkingar eða tækni. SSNE er samstarfsaðili Krubbs hugmyndahraðhlaups og verða ráðgjafar SSNE til staðar fyrir þátttakendur á Stéttinni dagana 28.-29. mars.

Áhersla viðburðarins í ár verður á nýsköpun í ferðaþjónustu. Líkt og í fyrra geta þátttakendur tekið áskorunum Krubbs, en jafnframt verður svigrúm fyrir eigin áskoranir. Nánari upplýsingar um áskoranir verða birtar síðar. Dagskráin í fyrra skilað frábærri teymisvinnu og hugmyndum. Hér má sjá yfirlit frá vinningsteymunum í fyrra og hér má sjá heimasíðu eins fyrirtækis sem varð til upp úr Krubbi.

Áhugasamir samstarfsaðilar og fólk sem er með hugmyndir að áskorunum má hafa samband við stefan(hjá)hradid.is

Það er alls engin skylda að búa yfir ákveðinni þekkingu og getur því hver sem er á aldrinum 16 ára og eldri tekið þátt. Fyrirlesarar munu fræða þátttakendur um aðferðir sem nýtast við þróun og framsetningu nýsköpunarhugmynda.

Endilega takið dagana frá

Langar þig að vita meira?
-> Hugmyndahraðhlaupið dregur nafn sitt af Krubbi og svokölluðu Krubbsveðri sem skapast í ákveðinni vindátt á Húsavík. Veðrinu fylgir svo mikill stormur að fólk heldur sig innan dyra meðan hann geysar. Vonast er eftir alvöru Krubbsstormi í hugum þátttakenda meðan á hlaupinu stendur!
-> Krubbur  fer fram á Stéttinni á Húsavík, miðstöð nýsköpunar, atvinnulífs og rannsókna. Þar er aðstaða fyrir frumkvöðla, námsfólk, rannsakendur og aðra sem vinna að fjölbreyttum og skapandi verkefnum í suðupotti hugmynda og nýsköpunar.
-> Á Húsavík hefur mikil uppbygging átt sér stað í nýsköpunargeiranum síðustu ár. Hraðið opnaði í desember 2022 og býður upp á aðstöðu og ráðgjöf fyrir frumkvöðla, sem og stafræna smiðju.
Getum við bætt síðuna?