Það helsta og heitasta í júní
Það helsta og heitasta í júní
Það var nóg um að vera að venju hjá SSNE í júní og í þessu fréttabréfi er stiklað á því stærsta.
Þetta er fyrsta fréttabréfið undir stjórn nýs framkvæmdastjóra, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur sem er hér enn og aftur boðin velkomin til starfa.
Það skýtur skökku við sú lækkun sem fyrirhuguð er á fjármögnun stefnumótandi byggðaáætlunar um leið og lögð er áhersla á að efla og stækka hlutverk landshlutasamtakanna. Stærst er skerðingin til sóknaráætlana landsins og mun stjórn SSNE og starfsfólk halda áfram að beita sér fyrir að breyta því. Veltek hélt áhugavert og þarft málþing sem var vel sótt. Við fikrum okkur nær hringrásarhagkerfinu og tökum örugg framfaraskref í umhverfismálum. Starfsfólkið okkar var á faraldsfæti að kynna sér starfsemi ýmissa aðila víðsvegar um landið en óumdeilt er mikilvægi þess að læra hvert af öðru, deila sorgum og sigrum og nýta okkur samlegðaráhrifin til hins ýtrasta. Við fáum nýjustu fréttirnar úr byggðaþróunarverkefnunum okkar tveimur, Glæðum Grímsey og Betri Bakkafjörður. Síðast en ekki síst eru fastir liðir eins og venjulega á sínum stað, nefnilega yfirlit styrkja og upplýsingar um styrkhafa.
Stærsti hluti starfsfólks SSNE verður í sumarfríi bróðurpartinn í júlí svo skrifstofurnar verða lokaðar frá 17.júlí - 2.ágúst en fréttabréfið verður á sínum stað í byrjun ágúst.
Njótið heil!