Styrkveiting fyrir þróun gróðurs og trjáa í þéttbýli
Styrkveiting fyrir þróun gróðurs og trjáa í þéttbýli
Norræna ráðherranefndin auglýsir til umsóknar styrkveitingar um náttúrutengdar lausnir í norrænum borgum og þéttbýli.
Lykilmarkmið verkefnisins er að koma á samstarfsneti meðal norrænna borga, sem stuðli að varðveislu og stækkun staðbundinna runna- og trjástofna. Verkefnið felur í sér kortlagningu á núverandi stöðu, samvinnu við norrænar borgir og þróun á sviðsmyndum sem sýna græna umbreytingu viðkomandi borgar/þéttbýlis.
Nordic Cities Nature-Based Solutions Project er hluti af áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um að ná fram þeirri framtíðarsýn að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030.
Verkefnið miðar að því að meta árangur 3-30-300 reglunnar, þumalputtareglu til að auka líffræðilegan fjölbreytileika, loftslagsþol og lýðheilsu, með sérstakri áherslu á innlendar trjátegundir. Reglan felur í sér að allir íbúar geti séð a.m.k. 3 tré frá heimili sínu, að öll hverfið hafi að lágmarki 30% trjáþykkni og að 300 metrar séu í næsta almenningsgarð eða útivistarsvæði.
Styrktarpotturinn er 2.000.000 DKK eða um 40.000.000 ISL
Umsóknarfrestur er miðvikudagurinn kl. 15:00 13. mars 2024.
Nánari upplýsingar veitir Jóna Ólavsdóttir jonao@us.fo
og hér má lesa meira um sjóðinn: Yggdrasil – The Living Nordic City (norden.org)