Fara í efni

Störf án staðsetningar: Umhverfisstofnun

Störf án staðsetningar: Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun auglýsir nú tvær lausar stöður til umsóknar, báðar með val um staðsetningu


Hefur þú áhuga á loftslagsmálum?
Sérfræðingur - losun Íslands
Umsóknarfrestur - 15.11.2021 til 29.11.2021
Starfshlutfall  - 100%

Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings í teymi losunarbókhalds.

Megin verkefni sérfræðingsins verða söfnun gagna frá stofnunum og fyrirtækjum, utanumhald og útreikningar á losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengunarefna, sem og þátttaka í úttektum á losunarbókhaldi og vinnu við regluverk. Í starfinu felst jafnframt greining á þróun losunartalna og túlkun bókhaldsins. Sérfræðingurinn mun taka þátt í miðlun upplýsinga um losunarbókhaldið og loftslagsmál almennt, bæði til hagsmunaaðila og almennings. Sérfræðingurinn mun starfa í öflugu teymi þar sem áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu. Mikil samskipti eru við evrópskar og alþjóðlegar stofnanir.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Söfnun gagna frá stofnunum og fyrirtækjum
  • Utanumhald og útreikningar á losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengunarefna
  • Þátttaka í úttektum á losunarbókhaldi
  • Stjórnsýsluverkefni
  • Miðlun upplýsinga um losunarbókhaldið og loftslagsmál almennt, bæði til hagsmunaaðila og almennings
  • Samskipti við evrópskar og alþjóðlegar stofnanir

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á sviði verkfræði, náttúruvísinda eða sambærilegra greina með áherslu á úrvinnslu gagna
  • Þekking og/eða reynsla af loftgæða- og/eða loftslagsmálum
  • Talnagleggni, greiningarhæfni og gott vald á Excel
  • Hæfni til miðlunar og framsetningar efnis á aðgengilegan hátt
  • Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
  • Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Haldbær þekking á einu Norðurlandamáli er kostur

Tengiliðir

Elva Rakel Jónsdóttir - elva@umhverfisstofnun.is - 5912000
Þóra Margrét Pálsdóttir Briem - thoram@ust.is - 5912000

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags hafa gert.
Starfsaðstaða sérfræðingsins getur verið í Reykjavík, Hellissandi, Patreksfirði, Ísafirði, Akureyri, Mývatni, Egilsstöðum, Hellu eða Vestmannaeyjum; allt eftir búsetu.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á umhverfisstofnun.is

Sækja um


Hefur þú áhuga á loftslagsmálum?
Sérfræðingur - losunarheimildir ETS
Umsóknarfrestur - 15.11.2021 til 29.11.2021
Starfshlutfall er 100 - 100%

Umhverfisstofnun auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í teymi loftgæða og losunarheimilda.
flugi og staðbundnum iðnaði

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Samskipti við og upplýsingagjöf til rekstraraðila, flugrekenda, stjórnvalda og systurstofnana vegna losunar gróðurhúsalofttegunda
  • Yfirferð og utanumhald gagna frá rekstraraðilum og flugrekendum vegna losunar ETS-kerfisins og CORSIA
  • Stjórnsýsluverkefni
  • Þátttaka í sérfræðihópum á vegum ESB
  • Útreikningar vegna úthlutunar losunarheimilda

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem náttúruvísindi eða verkfræði
  • Þekking á viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir er kostur
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Þekking á EES gerðum og Evrópusamvinnu er kostur
  • Gagnalæsi og færni í Excel er mikill kostur
  • Góð samstarfshæfni og vilji til að vinna í teymi
  • Gott vald á framsetningu efnis á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
  • Frumkvæði og skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð

Tengiliðir

Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir - birnag@umhverfisstofnun.is - 5912000
Þóra Margrét Pálsdóttir Briem - thoram@ust.is - 5912000

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags hafa gert.
Starfsaðstaða sérfræðingsins getur verið í Reykjavík, Hellissandi, Patreksfirði, Ísafirði, Akureyri, Mývatni, Egilsstöðum, Hellu eða Vestmannaeyjum; allt eftir búsetu.

Gagnkvæmur reynslutími er sex mánuðir við ráðningu. Æskilegt er að sérfræðingurinn geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á umhverfisstofnun.is

Sækja um
 

 

 

 

Getum við bætt síðuna?