Starf án staðsetningar - sérfræðingur hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
Starf án staðsetningar - sérfræðingur hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en sjóðurinn er hluti af skrifstofu sveitarstjórnarmála í ráðuneytinu.
Helstu verkefni og ábyrgð
Sérfræðingnum er ætlað að vinna að útreikningi framlaga sjóðsins, að greiningum, upplýsingaöflun og framsetningu tölfræðiupplýsinga og gerð reiknilíkana. Jafnframt er sérfræðingnum ætlað að kom að verkefnum er snúa að rekstri sjóðsins og ritun fundargerða ráðgjafarnefndar sjóðsins.
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði viðskipta, hagfræði eða sambærilegt
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
- Góð þekking á málefnum sveitarfélaga æskileg
- Góð reynsla af vinnu með fjárhagsupplýsingar
- Mjög góð kunnátta í excel bæði til öflunar og úrvinnslu upplýsinga og gerð líkana
- Góð íslenskukunnátta og hæfni í framsetningu upplýsinga
- Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt, sem og í hóp
- Þjónustulund, jákvæðni og góð hæfni í samskiptum
- Drifkraftur, metnaður og skipulagshæfileikar
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.
Athygli er vakin á því að í samræmi við byggðastefnu stjórnvalda er stafið auglýst án staðsetningar.
Ráðuneytið hvetur einstaklinga óháð kyni til að sækja um starfið. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.06.2021. Hér er hægt að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir
Guðný Elísabet Ingadóttir – gudny.e.ingadottir@srn.is – 5458200