Staðfundur stjórnar haldinn í Hörgársveit
Skrifað
28.11.2024
Flokkur:
Fréttir
Staðfundur stjórnar haldinn í Hörgársveit
Frá því á ársþingi SSNE 2023 hefur stjórn SSNE verið skipuð fulltrúum frá sveitarfélögunum öllum innan SSNE. Landshlutinn er býsna víðfemur og nær allt frá Siglufirði í vestri til Bakkafjarðar í austri og fundar því stjórn alla jafnan rafrænt. Þó er reynt að halda staðfundi að vori og hausti og er þá tækifærið nýtt og ólík sveitarfélög heimsótt hvert sinn.
Í tilefni 68. fundar stjórnar tóku fulltrúar Hörgársveitar vel á móti stjórn SSNE en fundurinn var haldinn í Íþróttamiðstöðinni Þelamörk. Stjórnarfólk fékk m.a. kynningu á starfsemi Þelamerkurskóla og leikskólans Álfasteins og þakkar stjórn sérstaklega fyrir góðar móttökur í sveitarfélaginu.