Spennandi störf í boði hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Spennandi störf í boði hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Í gær auglýsti Samband íslenskra sveitarfélaga eftir tveimur verkefnastjórum til starfa í nýju stafrænu teymi sveitarfélaganna á þeirra vegum.
Um er að ræða verkefnisstjóra í stafrænni umbreytingu, annars vegar í tæknistefnu og tæknistrúktúr og hinsvegar í verkefnastjórnun og vefumsjón. Bæði störfin eru auglýst til tveggja ára og vakin er athygli á því að störfin bjóða upp á möguleika um sveigjanlega staðsetningu. Enn og aftur fagnar SSNE því að stofnanir og fyrirtæki séu að sjá tækifæri og möguleika í störfum sem eru óháð staðsetningu.
Hér er hægt að nálgast auglýsingu starfanna tveggja en umsóknirnar þurfa að berast eigi síðar en 28. febrúar nk. Þær skal senda á samband@samband.is eða til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30, Pósthólf 8100, 128 Reykjavík og merkja skal þær: Umsókn um starf - verkefnastjórnun og vefumsjón eða Umsókn um starf - tæknistefna og tæknistrúktúr.
Frétt frá samband.is:
Sambandið auglýsir spennandi störf í þágu stafrænnar umbreytingar sveitarfélaga - Samband íslenskra sveitarfélaga