Spennandi starfamessa
Spennandi starfamessa
Í þessum töluðu orðum eru nemendur 9. og 10. bekkjar og fulltrúar fyrirtækja á Starfamessu í Háskólanum á Akureyri. Tilgangur Starfamessu er að búa til vettvang fyrir ungmenni að kynnast fjölbreyttum starfsstéttum og möguleikum í atvinnuvali. Þessi vettvangur er mikilvægur til að jafna aðgengi ungmenna að slíkum upplýsingum.
Þessi nasaþefur af atvinnulífinu gerir ungmenni meðvitaðari um starfsmöguleika og getur auðveldað þeim að velja sinn framtíðarfarveg í gegnum nám og atvinnu.
Á Starfamessu fá nemendur tækifæri til að skoða og ræða við fólk sem hefur fjölbreytta atvinnureynslu en yfir 30 fyrirtæki taka þátt í ár. Mikilvægt er að ólíkar starfsstéttir taki þátt í svona kynningu til að brúa bilið á milli skóla og atvinnulífs. Öllum grunnskólum á starfssvæði SSNE er boðið til þátttöku. Það eru náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum Akureyrarbæjar sem standa að viðburðinum en SSNE er stoltur stuðningsaðili Starfamessu og þess vettvangs sem hún skapar fyrir ungmenni og fyrirtæki á svæðinu. Ef þig langar að vita meira eða taka þátt að ári, sendu okkur endilega línu á ssne@ssne.is.
Í tengslum við Starfamessu og valið sem ungmennin standa frammi fyrir, er vert að nefna að á Norðurlandi eystra eru fimm framúarskarandi framhaldsskólar og hér má sjá yfirlit yfir námsmöguleikana sem eru í boði: https://www.ssne.is/is/skolar
Hér má jafnframt hlýða á ungmenni segja frá sinni reynslu