Fara í efni

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir stöðu forvarnafulltrúa

Mynd: Samband íslenskra sveitarfélaga
Mynd: Samband íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir stöðu forvarnafulltrúa

Samband Íslenskra sveitarfélaga auglýsir nú stöðu forvarnafulltrúa sem mun vinna að því að styðja við framkvæmd aðgerðaáætlunar 2021-2025 um skipulagðar forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni . Um er að ræða tímabundið starf til tveggja ára með möguleika á framlengingu og er starfið auglýst án staðsetningar. Þetta er þriðja starfið sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur nú auglýst á árinu með möguleika á starfsstöð utan höfuðborgarsvæðisins. Við hvetjum fólk til að sækja um - hvar sem er á landinu. 

 

Húsnæði fyrir störf án staðsetningar - Byggðastofnun

 

Nánari upplýsingar veitir Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs anna.g.bjornsdottir@samband.is eða í síma 515-4900.

Umsóknir merktar Umsókn um starf forvarnarfulltrúa skulu berast eigi síðar en mánudaginn 15. mars nk. til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík eða með tölvupósti á samband@samband.is Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

 

Sjá nánar fréttir um störfin á samband.is

Þrjú störf án staðsetningar

Brennur þú fyrir forvörnum? 

Sambandið auglýsir spennandi störf í þágu stafrænnar umbreytingar sveitarfélaga

Getum við bætt síðuna?