Fara í efni

Raforkumál í Eyjafirði

Ljósmynd: Skipulagsstofnun
Ljósmynd: Skipulagsstofnun

Raforkumál í Eyjafirði

Þann 11. Nóvember sl. héldu Samtök atvinnurekenda á Akureyri (SATA) í samstarfi við Akureyrarbæ og SSNE fjarfund undir yfirskriftinni Aukin raforka í Eyjafirði – Tálsýn eða tækifæri? Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóri SSNE var fundarstjóri og var fundurinn tekinn upp og er hægt að horfa á hér fyrir neðan.


Upprunalega stóð til að hafa fundinn sem staðarfund en í ljósi veldisvaxtar Covid-19 veirunnar var ákveðið að hafa hann rafrænann að þessu sinni. Á fundinum var farið yfir innviðamál sem sífellt þarf að halda á lofti, þá sér í lagi um afhendingargetu og afhendingaröryggi í orkumálum. Um 70 manns sóttu fundinn rafrænt á Facebook og Zoom.


Gnýr Guðmundsson, yfirmaður greininga og áætlana í raforkukerfinu hjá Landsneti fór fyrst með erindið Þróun afhendingargetu raforku á Norður- og Austurlandi. Gnýr fór m.a. yfir uppbyggingar- og framkvæmdaáætlun Landsnets og ræddi helstu áherslupunkta langtímaáætlana þeirra, þar sem aukin áhersla er á endurnýjun og styrkingar í svæðisbundnum flutningskerfum.

Úlfar Linnet, forstöðumaður viðskiptaþjónustu hjá Landsvirkjun fór með erindið Orkuframboð á Norðurlandi. Þar ræddi hann meðal annars um tækifæri og áskoranir raforkukerfa og afhendingagetu með tilliti til m.a. vatns- og vindafls og jarðvarma. Einnig ræddi Úlfur fjölmarga kosti og tækifæri til orkuvinnslu á Norður og Austurlandi á stærri skala.

Sigurður Markússon, forstöðumaður nýsköpunar hjá Landsvirkjun fór með erindið Tækifæri í nýjum orkuháðum atvinnugreinum. Þar talar Sigurður um mikla þróun í orkumarkaði og að fyrirtæki séu að endurskipuleggja sig út frá forsendum loftslagsmála og sjálfbærni og að orkuskipti verða fyrirferðamest á næstu árum. Sigurður ræddi ný orkutækifæri og að Ísland sé í góðri samkeppnisstöðu varðandi orkukerfi. Þá fór hann einnig yfir dæmi um orkugreinar sem eru í miklum vexti og hvata þeirra.

Getum við bætt síðuna?