Plastið og framtíðin- upplýsingafundur varðandi þróunarverkefni tengd plasti- upptaka af fundi
Plastið og framtíðin- upplýsingafundur varðandi þróunarverkefni tengd plasti- upptaka af fundi
Föstudaginn 26. febrúar héldu SSNE og Vistorka fræðslu- og upplýsingafund varðandi verkefni sem snúa að framtíð plastsins og úrvinnslu þess.
Pure north og Sorpa bs. eru nú í þróunarferli varðandi endurnýtingu á plasti og er stefnan sett á að allt plast verði hringrásartækt. Á upplýsingafundinn mættu fulltrúar Pure North og Terra og sögðu frá þeirra áformum í plastmálum.
Mikilvægt er að allir sem að úrgangsmálum koma kynni sér framtíðina sem færist sífellt nær og taki upplýstar ákvarðanir í samhengi við hana. Gott er að taka umræðuna og skoða samstíga hvernig við viljum sjá framtíð þeirra auðlinda sem felast í úrgangi á svæðinu.