Fara í efni

Pistill framkvæmdastjóra - Apríl 2023

Pistill framkvæmdastjóra - Apríl 2023

Ég veit ekki með ykkur, en hjá okkur var svo mikið um að vera í apríl að mánuðinum var hreinlega lokið áður en hann byrjaði. Hluti af ástæðunni er auðvitað páskafríið og vor í lofti, en hjá okkur var það líka Ársþing SSNE sem haldið var á Siglufirði 14.-15. apríl.

Ársþingið í ár var má segja með þeim betri sem við höfum haldið og í fyrsta skipti þar sem var 100% mæting þingfulltrúa. Þá voru móttökurnar í Fjallabyggð einstaklega góðar enda eru þau höfðingjar heim að sækja þar.

Það sem stóð þó upp úr voru breytingarnar sem ráðist var í á samþykktum félagsins. Aðildarsveitarfélög SSNE eiga nú öll fulltrúa við stjórnarborðið sem er virkilega stórt og jákvætt skref og hlökkum við starfsfólk SSNE mikið til samvinnunnar og samtalsins við nýja og gamla stjórnarfulltrúa.

Í stjórn SSNE eru því nú 11 fulltrúar sem eru eftirfarandi:

Lára Halldóra Eiríksdóttir, Akureyrarbæ – formaður stjórnar
Hilda Jana Gísladóttir, Akureyrarbæ
Helena Eydís Ingólfsdóttir, Norðurþingi – varaformaður stjórnar
Guðjón M. Ólafsson, Fjallabyggð
Katrín Sif Ingvarsdóttir, Dalvíkurbyggð
Axel Grettisson, Hörgársveit
Hermann Ingi Gunnarsson, Eyjafjarðarsveit
Þórunn Sif Harðardóttir, Svalbarðsstrandarhreppi
Þröstur Friðfinnsson, Grýtubakkahreppi
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, Þingeyjarsveit
Sigurður Þór Guðmundsson, Langanesbyggð

Annars er nú vor í lofti og fuglarnir farnir að syngja. Við erum þó ekki farin í sumarfrí og mörg stór verkefni í vinnslu. Þar er líklega stærst undirbúningur fyrir aukaþing SSNE um Samgöngu- og innviðastefnu Norðurlands eystra, en dagsetning hennar og dagskrá verður auglýst fljótlega.

Þar til næst!

Albertína Friðbjörg,
Framkvæmdastjóri

Getum við bætt síðuna?