Fara í efni

Opinn fundur vegna framkvæmdaáætlunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða

Opinn fundur vegna framkvæmdaáætlunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða

Opinn fundur vegna framkvæmdaáætlunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða verður haldinn 31. mars 2022 í Háskólanum á Akureyri og í fjarfundi.
Skráning fer fram hér: https://forms.gle/yeLNgmfztnyjLK799
(æskilegt er að allir skrái sig hvort sem ætlunin er að taka þátt á staðnum eða gegnum fjarfundarbúnað)

Ný stefna Íslands í málefnum norðurslóða var samþykkt með þingsályktun á Alþingi 19. maí 2021. Í stefnunni er kveðið á um að utanríkisráðherra móti áætlun um framkvæmd norðurslóðastefnunnar í samráði við aðra hlutaðeigandi ráðherra.

Af þessu tilefni hefur utanríkisráðuneytið ákveðið að efna til opins fundar með hagsmunaaðilum. Fundurinn er mikilvægur liður í að efla innlent samráð og samstarf um málefni norðurslóða og tækifæri fyrir sérfræðinga og hagsmunaaðila til að hafa áhrif á framtíð Íslands á norðurslóðum. Utanríkisráðuneytið hefur samið við Norðurslóðanet Íslands um að annast verkefnisstjórnun varðandi gerð framkvæmdaáætlunar um framkvæmd norðurslóðastefnu.

Í framhaldi af fundinum gefst áhugasömum jafnframt kostur á að taka þátt í starfi þemahópa sem munu fjalla um afmarkaða liði stefnunnar og skila tillögum til utanríkisráðuneytis Íslands.

Þeim sem hafa spurningar er velkomið að hafa samband við Sveinbjörgu Smáradóttir hjá Norðurslóðanet Íslands / Icelandic Arctic Cooperation Network, sveinbjorgs@arcticiceland.is 
Getum við bætt síðuna?