Opið fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð Betri Bakkafjarðar
Opið fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð Betri Bakkafjarðar
Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið „Betri Bakkafjörður“ fyrir árið 2023.
Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 á hádegi þriðjudaginn 20. desember 2022.
Meginmarkmið verkefnisins Betri Bakkafjörður eru eftirfarandi:
- Sterkir samfélagsinnviðir
- Öflugt atvinnulíf
- Aðlaðandi ímynd Bakkafjarðar
- Skapandi mannlíf
Væntanlegar umsóknir þurfa að taka mið af þessum markmiðum. Á vef Byggðastofnunar eru nánari reglur um styrkveitingar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar má nálgast á síðunni Betri Bakkafjörður á vef SSNE (Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra). Athugið að ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda. Það styrkir umsókn ef verkefnið laðar fram fjármuni og krafta aðstandenda verkefnisins og samstarfsaðila. Samstarf aðila sem að jafnaði starfa ekki saman styrkir umsóknina.
Umsækjendur er hvattir til að lesa ofangreindar leiðbeiningar og leita sér aðstoðar hjá verkefnisstjóra. Vönduð umsókn sem styður við framtíðarsýn og meginmarkmið verkefnisins er líklegri til árangurs.
Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Gunnar Már Gunnarsson verkefnisstjóri sími 864-2051 / gunnar@ssne.is