Opið er fyrir umsóknir í Menningar- og viðurkenningarsjóð KEA
Opið er fyrir umsóknir í Menningar- og viðurkenningarsjóð KEA
Á undanförnum áratugum hefur Menningarsjóður KEA, nú Menningar- og viðurkenningarsjóður KEA, veitt hverskonar menningarstarfsemi á félagssvæðinu öflugan fjárhagslegan stuðning.
Opið er fyrir umsóknir en umsóknarfrestur rennur út 21. október.
- Fyrir hverja? félög, verkefni og einstaklinga á félagssvæði KEA.
Styrkúhlutun tekur til eftirfarandi flokka:
1. Menningar- og samfélagsverkefni. Um er að ræða styrki til einstaklinga, þar á meðal ungs fólks, félaga eða hópa sem skara fram úr eða vinna að mikilvægum mennta- og menningarmálum á félagssvæðinu. Um er að ræða málefni á sviðum félagsmála, minjavörslu, lista og hverra þeirra málefna sem flokkast geta sem menningarmál í víðtækri merkingu. Fagráð metur umsóknir og gefur þeim einkunn. Í einkunnagjöf fagráðs felst mat á því hvaða umsóknir skulu teljast styrkhæfar.
2. Íþrótta- og æskulýðsstyrkir
a. Styrkir til ungra afreksmanna á sviði íþrótta. Í þessum flokki skulu umsækjendur vera yngri en 25 ára og búsettir á félagssvæði KEA.
b. Styrkir til íþrótta- og æskulýðsfélaga. Í þessum flokki er verið að styðja almennt við íþrótta- og æskulýðsstarf klúbba og félaga sem halda úti metnaðarfullu starfi á sínu nærsvæði, umsækjendur þurfa að vera með lögfesti á félagssvæði KEA.Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglugerð sjóðsins. Nauðsynlegt er að fylla út umsóknareyðublöð sem nálgast má hér að neðan og skal þeim skilað rafrænt fyrir fimmtudaginn 21. október 2021.
Úthlutun úr sjóðnum fer fram þann 1. desember nk.
Umsóknareyðublöð:
Menningar- og samfélagsverkefni
Íþrótta- og æskulýðsstyrkir
Ungir afreksmenn
Menningar- og viðurkenningarsjóður KEA