Fara í efni

Nýr samstarfsvettvangur um stuðning til byggingar húsnæðis á landsbyggðinni

Skjáskot úr kynningarmyndbandi Tryggðar byggðar
Skjáskot úr kynningarmyndbandi Tryggðar byggðar

Nýr samstarfsvettvangur um stuðning til byggingar húsnæðis á landsbyggðinni

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur unnið síðustu ár að því að greina og rýna áskoranir í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Árið 2019 var farið af stað með tilraunaverkefni sem hafði það að markmiði að rjúfa stöðnun í húsnæðismálum í sveitarfélögum á landsbyggðinni, þar sem þörfin fyrir nýjar íbúðir hefur staðið í vegi fyrir eðlilegri framþróun byggðalaga og atvinnulífs á viðkomandi svæði.

Húsnæðismál eru samstarfsverkefni sveitarfélaga, ríkisins og annarra hagaðila.
Í vikunni var kynnt í Hofi, nýtt átak í uppbyggingu á íbúðarhúsnæðum á landsbyggðinni. Um er að ræða samstarfsvettvang allra þeirra sem koma að húsnæðismálum á landsbyggðinni.

Verkefnið sem fer undir heitinu Tryggð byggð, á að tryggja aðgengi að íbúðarhúsnæði þar sem þörf er á, aðgengi að fjölbreyttum húsnæðiskosti við hæfi óháð búsetu til þess að tryggja að fólk geti flutt út á land í leit að atvinnu, eða af öðrum ástæðum, og fengið húsnæði við hæfi.

Tryggð byggð leitast eftir að bæta aðgengi að upplýsingum um sérstök landsbyggðarlán, stofnframlög og byggðaframlög og samstarf við opinbera leigufélagið Bríet og stuðning sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) veitir á hönnunar- og undirbúningsstigi.

Markmið með Tryggðri byggð er að rjúfa stöðnun í húsnæðismálum, gefa betri yfirsýn yfir þau verkefni og úrræði sem finnast á landsbyggðinni og að kynna möguleikana sem nú eru fyrir hendi en voru ekki áður til að endurnýja og byggja nýtt húsnæði á landsbyggðinni með stuðningi ríkisins og sveitarfélaga á hverjum stað. 

Hægt er að kynna sér betur verkefnið á heimasíðunni Tryggdbyggd.is

Heimasíða Tryggð byggð
Þróun húsnæðismarkaðar á landsbyggðinni - Skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
Frétt frá Tryggð byggð

Getum við bætt síðuna?