Fara í efni

NORA

NORA

Norræna Atlantssamstarfið (NORA) eru samtök fjögurra landa og fellur starfsemin undir byggðastefnu Norrænu Ráðherranefndarinnar.

Starfssvæði NORA nær til Grænlands, Íslands, Færeyja og strandhéraða Noregs (níu norskra strandfylka frá Finnmörku í norðri til Rogalands í suðri svo og Svalbarða). Landfræðileg lega, sameiginleg einkenni, viðfangsefni, saga, stofnanir svo og menningarleg bönd tengja NORA-löndin.

Næsti umsóknarfrestur í NORA verður 8. mars, en opnað verður fyrir umsóknir þann 15. febrúar n.k. Lesa má nánar um þetta á eftirfarandi slóð: https://nora.fo/news/100/stotte-til-samarbeidsprosjekter-i-nord-atlanteren

Boðið verður uppá rafræna kynningafundi eru bæði á skandinavísku og ensku. Um er að ræða tvo fundi, annars vegar er fræðsla um NORA-styrkina og hins vegar kynning á því hvernig standa á að umsóknargerðinni.

Hér eru slóðir á viðburðina ásamt tímasetningu, en allir fundirnir eru kl. 12 að íslenskum tíma:

þriðjudagur 26. janúar – skandinavíska: https://zoom.us/j/91622532561 / https://fb.me/e/1UsnAEJLB 

fimmtudagur 28. janúar – enska: https://zoom.us/j/97197218250 / https://fb.me/e/3BBZvtSb8

miðvikudagur 17. febrúar – skandinavíska: https://zoom.us/j/98081922140 / https://fb.me/e/3SAGaelRi

fimmtudagur 18. febrúar – enska: https://zoom.us/j/93600851573 / https://fb.me/e/eXLcYn84u

Getum við bætt síðuna?