Fara í efni

Netöryggisstyrkur fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir

Kynning á Eyvöru fór fram á rafrænum fundi Rannís og SSNE 28.08.24. Í samstarfi við Rannís eru bæði …
Kynning á Eyvöru fór fram á rafrænum fundi Rannís og SSNE 28.08.24. Í samstarfi við Rannís eru bæði rafrænir og staðkynningarfundir haldnir yfir árið til að jafna aðgengi að fræðslu um tækifæri og ráðgjöf til starfandi fyrirtækja, verðandi fyrirtækja, frumkvöðla, stofnana og sveitarfélaga á öllum sviðum atvinnulífs, menntunar og menningar.

Netöryggisstyrkur fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir

Netöryggisstyrkurinn gengur undir nafninu Eyvör og er nýr af nálinni. Tilgangur hans er að styrkja netvarnir hjá íslenskum fyrirtækjum og opinberum stofnunum og stuðla þannig að öryggi gagnvart netárásum. Ljóst er að mikil þörf er á að styrkja netvarnir á Íslandi.

Styrkhæfur kostnaður er margvíslegur, t.d. er hægt að kaupa skýjalausnir, vernd fyrir gagnaafrit, kaupa netöryggisþjónustu af öðrum, að gera úttekt á netvörnum, efla netöryggisvitund, vinnuframlag, þátttaka í viðburðum/námskeiðum, og hagnýt menntun.
Hér má finna nánari upplýsingar um hvað telst styrkhæfur kostnaður og hvað ekki.

Hámarksstyrkur fyrir hvert verkefni getur numið allt að 9 milljónum króna samanlagt á 10 mánuðum, mótframlag er a.m.k. 20%. Samkvæmt áætlun á að úthluta um 100 milljónum á þessu ári. Umsóknarfrestur er 1. október 2024 og verður næst auglýst 2025.

Sem dæmi um styrkhæf netöryggisverkefni ná nefna:

  • Efling netöryggismenningar og vitundar
  • Örugg stafræn þjónusta og nýsköpun. Dæmi: nýsköpunarfyrirtæki sækir um styrk til að þróa aðferð eða lausn sem hægt væri að bjóða upp á sem þjónustu.
  • Þróun skilvirkra viðbragða við atvikum og ógnum. Dæmi: álagsprófanir, hvíthöttun (e. Ethical hacking) og viðbragðsæfingar fyrir netvá.
  • Lausnir sem tengjast gagnavernd, s.s. öryggisafrit af gögnum, utanáliggjandi harðir diskar og skýjalausnir.
  • Semja eða bæta netöryggisáætlun.
  • Undirbúningur fyrirtækis eða stofnunar fyrir ISO27001 vottun.

Lítil og meðalstór fyrirtæki (SMEs) og opinberar stofnanir í sama stærðarflokki geta sótt um styrkinn. Hér má sjá viðmiðin:

  • Meðalstór fyrirtæki: Færri en 250 starfsmenn og velta undir 50 miljón evra eða efnahagsreikningur undir 43 miljón evra.
  • Lítil fyrirtæki: Færri en 50 starfsmenn og velta eða efnahagsreikningur undir 10 miljónum evra.
  • Örfyrirtæki: Færri en 10 starfsmenn og velta eða efnahagsreikningur undir 2 milljónum evra.


Nánari upplýsingar:


Í samstarfi við Rannís eru ýmsir kynningarfundir haldnir yfir árið til að jafna aðgengi að fræðslu um tækifæri og ráðgjöf til starfandi fyrirtækja, verðandi fyrirtækja, frumkvöðla, stofnana og sveitarfélaga á öllum sviðum atvinnulífs, menntunar og menningar.

Næstu fundir eru áætlaðir í september með áherslu á evrópustyrki á sviði mennta-, menningar-, vísinda- og fyrirtækjasamstarfs. Í janúar verður áhersla á Tækniþróunarsjóð, skattfrádrátt og netöryggissjóð.

Endilega fylgist með í viðburðardagatali SSNE og samfélagsmiðlum.

Getum við bætt síðuna?