Vel sótt námskeið LOFTUM um vistvænar samgöngur
Vel sótt námskeið LOFTUM um vistvænar samgöngur
Síðastliðinn miðvikudag var afar vel sótt námskeið um vistvænar samgöngur og hvað sveitarfélögin geta gert haldið af LOFTUM teyminu.
Í fræðslunni var farið yfir helstu þætti sem sveitarfélögin geta gert til að draga úr CO2 losun og loftmengun frá samgöngum.
Farið var yfir kolefnislosun og orkunotkun ólíkra ferðamáta, fjölbreyttar aðgerðir sem sveitarfélög geta farið í til að auka notkun vistvænna ferðamáta, hvernig samgöngusamningar eru gerðir og hvaða áhrif þeir hafa.
Einnig var farið yfir ákvörðunartré fyrir flug sem fylgir hér með.
Á seinni hluta námskeiðsins var farið yfir áhrif ferðavenja á loftgæði og hvaða áhrif slæm loftgæði hafa á mismunandi hópa fólks, umhirðu gatna og sannreyndar aðferðir fyrir sveitarfélög til þess að minnka svifryk.
Fræðslan nýttist vel öllum þeim sem koma að þessum málaflokkum hjá sveitarfélögum og eftir námskeiðið voru þátttakendur komnir með þekkingu á helstu mengunarvöldum í samgöngum og öllum þeim verkfærum sem sveitarfélögin hafa til að að draga úr þeim.
Leiðbeinandi námskeiðsins var Sigurborg Ósk Haraldsdóttir verkefnastjóri SSNE, en námskeiðið var hluti af umhverfisfræðslu LOFTUM verkefnisins.
Loftum er fræðsluverkefni á sviði umhverfismála og er ætlað að miðla fræðslu til starfsfólks sveitarfélaga og kjörinna fulltrúa innan svæðis SSNE. Efninu er miðlað á fjölbreyttan hátt, til að koma til móts við ólíkar þarfir og vinnutíma fólks.
- Námskeið og fyrirlestrar í rauntíma í gegnum vefinn.
- Staðbundnar vinnustofur.
- Rafrænn skóli - linkur - horfðu þegar þér hentar.
Lestu meira um Loftum hér